Það sem kostar lítið eða ekki neitt

Nú þegar harðnar á dalnum og hart er í ári þarf þjóðin öll að draga saman segl sín og sníða sér stakk eftir vexti.
Í sumarfríinu og allt árið um kring ef því er að skipta, er hægt að gera ótal marga skemmtilega hluti sem kosta lítið eða ekki neitt.
Ekkert kostar að draga andann sem betur fer en án hans gerir maður hvort eð er ekki mikið.

Ókeypis er að:
-fara út að ganga, hlaupa, hjóla (flestir eiga hjól nú til dags, einnig hægt að fá lánað)
-tala, tala saman, hlægja, segja brandara
-fara í lautarferð (taka með sér nesti sem kostar jú eitthvað).

Lítið kostar að:
-fara í sund, taka sér ferð með strætó, fá bók að láni á bókasafni
-að rækta grænmeti (gefið að fólk hafi til umráða smá skika)

Eflaust er mikið meira sem týna mætti til þannig að það er full ástæða til að vera bjartsýnn þrátt fyrir slæma tíð.

Víðfeðm velmegun að baki,
vesaldar vænta má.
Óttinn slíkur að tárum taki.
Skuldugir biðja um að fá,
sambærilegu að sá
og fólk sem græddi á fingri og tá
(KB)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hef bara eitt við þetta að bæta:

Framleiðsla fyrirtækisins í dag er auðurinn sem framtíðin byggir á.

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 30.6.2008 kl. 19:56

2 identicon

Takk fyrir þetta :) Þetta er óspart notað á þessu heimili :) og er bara svo gaman.

alva (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 20:59

3 identicon

Ég er búin að selja jeppan,er á mótorhjóli,fólksbíl eða reiðhjóli.Bara frábært.Hjólin eru frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 17:05

4 identicon

Kostar ekkert ad taka baekur, tonlist eda kvikmyndir i Borgarbokarsafninu!

Kostar litid ad baka braud. Eda taka ljosmyndir og koma ut a netid.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 20:52

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband