Að gráta undir stýri getur verið banvænt

Andlegt uppnám ökumanns svo sem sorg eða reiði getur dregið verulega úr hæfni hans að einbeita sér sem skildi að akstrinum og akstursumhverfinu öllu. 

Flestir þeir sem hafa haft ökuskírteini um einhvern tíma kannast örugglega við þá upplifun að hafi þeir verið annars hugar undir stýri þá muna þeir varla eftir akstrinum á áfangastað. Það er næstum eins og sjálfvirkt kerfi fari í gang og allt í einu þegar maður er komin þangað sem ferðinni var heitið vaknar maður til vitundar.

Þegar þetta hefur komið fyrir mig hef ég hugsað hversu heppin ég var að ekkert óvænt kom upp á leiðinni sem kallað hefði á viðbragðsflýti. Þar sem maður er víðsfjarri, sokkin á kaf í eigin hugsanir er viðbragðsflýtirinn varla upp á marga fiska.

Það segir sig því sjálft að sá sem er í verulegu andlegu uppnámi undir stýri,  jafnvel blindaður af eigin tárum er stórhættulegur sjálfum sér og öðrum.

Í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðaslysa komu deilur, rifrildi og annað andlegt uppnám við sögu sem undanfari fjögurra af 15 banaslysum í umferðinni árið 2007.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já - þetta er svo satt hjá þér - fullrar athygli er þörf við akstur og þegar andlegt uppnám tekur hugann föstum tökum getur einbeiting skerst mikið!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband