Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Líkhús eins og 3* hótel
10.7.2008 | 11:14
Það eru fjölmargar nýjar upplýsingar sem koma til vitundar manns þegar leita þarf eftir þjónustu sem að öllu jöfnu ekki er sóst eftir.
Vegna andláts í fjölskyldunni varð ég þess vísari að sérstaklega þarf að greiða fyrir geymslu á látinni manneskju í líkhúsi, í það minnsta í sumum líkhúsum öðrum en þeim sem tilheyra Reykjavík. Einn sólarhringur í líkhúsinu samsvaraði einnar nætur gistingu á ágætis hóteli. Fólk er eðlilega lítið að huga að einstaka kostnaðarliðum á sama tíma og það er að syrgja og mitt í erfiðu ferli sem undirbúningur útfarar ástvina krefst.
Mér var alla vega ekki kunnugt um það áður að það kostaði ákveðna upphæð á sólarhring að geyma lík í líkhúsi og þess vegna varð ég svolítið undrandi.
Flest öll þjónusta kostar og kannski megum við bara vera þakklát fyrir að þurfa ekki að greiða fyrir hverja nótt sem við liggjum í gröfinni.
En þetta er nú svona smá kaldhæðni af minni hálfu. Auðvitað er það okkar landsmanna ákvörðun þ.e. samfélagsins, hvað það er sem við viljum að einstaklingurinn greiði sjálfur fyrir og hvað við viljum að flokkist undir samtrygginguna. Eins er spurning hvort allir landsmenn sitji við sama borð hvað þetta varðar t.d. hvort flest líkhús (sveitarfélög) krefjast líkgeymslugjalds eða bara sum.
Ástæðan fyrir að ég ákvað að skrifa um þetta er að mér finnst að uppýsa eigi fólkið í landinu sérstaklega vel um allt sem viðkemur útför og hvaða valmöguleika þeir hafa í þessu sambandi. Reyndar hafa útfararstofnanir og prestar verið duglegir að veita þessar upplýsingar en þó er eitt og annað sem fólk gerir sér e.t.v. ekki grein fyrir.
Því minna sem er um óvænta liði eða uppákomur í sorgaraðstæðum því betra. Góðar upplýsingar einfalda ferlið og minnka líkurnar á að eitthvað komi syrgjendum síðar á óvart. Ekki má gleyma því að fyrir þá sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum er hér um stóra kostnaðarliði að ræða. Það er hópur fólks í okkar samfélagi sem er það illa statt fjárhagslega að það neyðist til að horfa í aurinn eins ógeðfellt eins og það er að þurfa að gera það við þessar aðstæður.
Flokkur: Bloggar | Breytt 23.7.2008 kl. 12:43 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
- Kvenfrelsunarflog Ríkisútvarpsins
- Ríki heimsins eru ekkert hrifin af frelsi
Athugasemdir
Ég var rukkuð fyrir 2 árum síðan fyrir líkhúsgistingu sonar míns.Þetta er ólöglegt gjald og umboðsmaður alþingis búinn að staðfesta það.Ekki greiða þetta.Þetta gjald átti að leggja niður fyrir 2 árum síðan
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:17
Það er víst búið að því, svona reikningar eru einir af þeim sem maður vill ekki hafa lengi ógreidda.
Takk svo mjög fyrir þessar upplýsingar Birna mín. Þær nýtast öðrum og e.t.v. verður þá þetta lagað ef eins og þú segir að búið er að staðfesta að þetta sé ólöglegt.
Kolbrún Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 11:30
Svona kemur illa við aðstendendur ofan á allt annað. Ístuttu máli er peningaplokkið kringum eina útför geigvænlegt
Fyrir hvað er hinn almenni skattgreiðandi að greiða kirkjugarðsgjald alla sína hunds- og kattartíð? Þetta er mál sem þarfnast umræðu og úrbóta.
Hrúturinn (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:26
Ekki vissi ég þetta að það kostaði geymsla á látnu fólki nóg er nú sárt missa ástvini sína, en nú vitum betur sem Birna Dís segir að þetta er ólöglegar. Ég votta bæði Birnu Dís og Ester samúð mína.
Takk fyrir þetta Kolbrún mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 16:45
Fróðleg umræða hér, verð að segja það. Einhverstaðar á að vera til vefsíða um einmitt þetta efni, heyrði viðtal við einhverja konu í fyrra sem var að kynna þessa síðu, man bara því miður ekki undir hverju hún er.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:46
Það sem mér finnst furðulegast varðandi bálfarir að maður verði að kaupa kistu. Þegar mamma dó, urðum við að fjárfesta í kistu með allskonar skrauti og fínerí, til þess eins að brenna hana. Finnst að það ætti að bjóða upp á fallega léreftspoka sem hægt væri að nota í þessum tilvikum ef maður vill hafa það þannig. Finnst þetta mikil sóun á efni og alls ekki umhverfisvænt. Mamma hefði frekar viljað láta brenna sig án kistunar. Það er ekkert sem mælir með því að það verði að hafa kistu fyrir bálfarir. Þær kosta mikið og enginn að græða á þessu nema útfararstofurnar.
Umstangið í kringum jaðrafarir er orðið svo mikið og flókið og kostnaðurinn í kringum þetta mörgum ofviða. Málið er bara það að þegar maður er að syrgja þá er maður ekki beint að spá í þessa hluti og langar ekki að þurfa að standa í stappi út af kostnaði. Þetta notfæra þeir sem græða á þess sér út í ystu æsar.
Birgitta Jónsdóttir, 11.7.2008 kl. 08:39
Ég fann það hvað maður er varnarlaus þegar nokkrir ástvinir mínir dóu - maður segir bara já við öllu einhvern veginn - er svo brotinn og eitthvað ósjálfstæður allt í einu - svo eftir á þegar maður fer að jafna sig er auðveldara að sjá að það voru fleiri og ódýrari leiðir færar!!
Mér finnst alveg skelfilegt hvað varnarleysi manns vegna sorgar og eftirsjár er gert að mikilli féþúfu - einmitt þegar maður getur illa skipulagt sig og svo þarf maður að bera alls konar skuldir lengi á eftir - eins og það sé ábætandi meðan maður er að ná fótfestu aftur eftir fráfall ástvinar.
Ása (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 20:14
Ég hef aldrei heyrt það, að maður þurfi að greiða gjald fyrir vist í líkhúsi. Gott að vita að slíkt er ólöglegt. Það er annars ótrúlega lélegt að vera að reyna að GRÆÐA á fólki sem á í sorg. Þetta þarf að tilkynna sem víðast. Ég held að svona gjald hafi aldrei verið lagt á hér á Ísafirði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.7.2008 kl. 20:50
Ég er mjög áfjáð um að þetta verði kannað nánar og hef því vakið athygli Neytendasamtakanna á þessu og einnig nefnt við tvo blaðamenn hjá Fréttablaðinu hvort þeir væru til í að rannsaka málið.
Ég hef ekki fengið nein viðbrögð frá Neytendasamtökunum né blaðamönnunum hjá Fréttablaðinu.
Í morgun þegar ég sá frétt er bar yfirskriftina Látnir ekki sýningargripir (Morgunblaðið í dag) hafði ég samband við blaðamanninn sem var skráður fyrir fréttinni, (hélt kannski að hann hefði áhuga á að skoða þetta). Ég benti honum á þessa færslu og að ábending hefði komið fram um að gjald sem þetta væri ólöglegt.
Hvað varðar hvort eitthvað muni síðan verða skoðað í þessu máli af þessum aðilum skal ég ekki segja.
Kolbrún Baldursdóttir, 11.7.2008 kl. 21:28
Maður verður eitthvað svo tregafullur eftir svona umræðu.
Læt þessa fylgja hér.
Hvíldin
Hvar má ég liðin liggja?
Legstað er hvergi að fá.
Framliðna skuggana forðast að styggja,
sálir sem hvísla hvað má.
Hvíldina þrái, brátt fer að skyggja.
Friðlaus ég þakklát allt mun þiggja.
Kolbrún Baldursdóttir, 12.7.2008 kl. 09:36
fallegt og viðeigandi ljóð Kolbrún:)
Birgitta Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 07:54
Þakka þér Anna mín sömuleiðis og þakka þér Birgitta fyrir hrósið.
Varðandi líkgeymslugjald langar mig að spyrjast fyrir um málið hjá Umboðsmanni Alþingis en eins og Birna segir hér ofar þá var þetta mál tekið fyrir þar með þeirri niðurstöðu að gjald sem þetta væri ólöglegt.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 09:24
Ég setti mig áðan í samband við Umboðsmann Alþingis. Þetta er mál nr. 4417/2005.
Niðurstaðan er að Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma hafi ekki heimild í lögum til að innheimta svokallað líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi kirkjugarðanna í Fossvogi.
Svo segir:
Jafnframt hef ég (Umboðsmaður Alþingis) ákveðið að beina þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að hann taki sérstaklega til athugunar hvort ákvæði laga nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, með síðari breytingum, sé nægilega skýr um hvaða þjónustu ætlast er til að kirkjugarðar láti almenningi endurgjaldslaust í té.
Í samtali mínu við skrifstofu Umboðsmanns Alþingis áðan er nú spurningin hvort aldrei hafi orðið nauðsynleg lagabreyting og þess vegna sé enn verið að krefja um þetta gjald.
Málið er aftur í athugun og verður haft samband við mig síðar. Ég mun láta ykkur, gesti síðunnar, vita um framhaldið í nýrri færslu þar sem tímamörk þessarar eru að renna út.
Kolbrún Baldursdóttir, 14.7.2008 kl. 10:29