OG SVARAÐU NÚ!

Við tiltekt fann ég tvær áhugaverðar bækur, önnur heitir OG SVARAÐU NÚ Spurningar og þrautir við allra hæfi og hin ÁSTARDRYKKIR OG ÖNNUR HJÁTRÚ UM SAMSKIPTI KYNJANNA.
Útgefandi Vaka-Helgafell 2001.

Hér koma nokkrar gátur.

1. Fyrir hverjum þurfa allir að taka ofan hattinn, jafnvel forsetar og kóngar?

2. Hvaða fyrirbæri er það sem hefur rót sem vex upp á við?

3. Hvað er það sem skýlir manni fyrir norðangarranum en getur jafnframt rifið kjaft, spilað fótbolta og drukkið rauðvín?

Hjátrú um samskipti kynjanna.

1. Vilji fólk eignast barn þykir happadrýgst að hafa samfarir á sunnudegi, undir fullu tungli og í aðfalli sjávar.

2. Hársárir menn sem einnig kitla í iljarnar verða hræddir um konur sínar.

3. Fyrir hjón sem rífast er ráð að sofa á reyniviði.


Þá vitum við það.
Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe - þetta er býsna skemmtilegt samansafn.

Mig grunar að svarið við fyrstu spurningu sé: Dómaranum.

Mig grunar að svarið við spurningu tvö sé: kartaflan áður en hún fer ofaní moldina.

Spurning þrjú vefst fyrir mér - hef engan fótboltaáhuga því miður - drekk ekki áfengi en mér finnst best að halda mig inní húsi í norðangarranum....hmmmm....en það svarar nú engu....

og þetta með samskipti kynnjanna eru bara alveg yndislegar heimildir um söguna okkar!!!

Knús á þig Kolbrún fyrir að gefa okkur skemmtileg heilabrot....

Ása (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Elsku kerlingin mín, ekki rétt svör, en frábært hjá þér að henda þér ofan í djúpu laugina.
Engin annar so far hefur fylgt þér eftir.

Þú er þess vegna sigurvegari sem slíkur.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 19:12

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Kolbrún mín

Marta B Helgadóttir, 15.8.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

1. Rakaranum 2. tennur í efri gómi 3. veit ekki

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2008 kl. 01:44

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

1. fyrir svefninn eða svefninum langa

2. rót vandans

3. Þetta minnir mig á Guðjónþjálfara Skagamann

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Rétt svar er komi við nr. 1 og 2.
1. Það er rakarinn
2.  Tennur í efri gómi

Til hamingju Jóna Kolbrún.

En hvað er það sem skýlir manni fyrir norðangarranum en getur jafnframt rifið kjaft, spilað fótbolta og drukkið rauðvín?

Svarið blasir við, alla vega þegar maður veit það.

Kolbrún Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 09:25

7 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Frábær lesning þetta.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 16.8.2008 kl. 10:22

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

nr.3 er frakki, ég verð nú að viðurkenna að ég á ekki heiðurinn af svörunum.  Þrjú börnin mín svöruðu einni spurningu hvert

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:08

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Frakki var það heillin.

Þá eru komin svör við öllum gátunum.

Sunnudagskveðja til ykkar allra

Kolbrún Baldursdóttir, 17.8.2008 kl. 00:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband