Kostnaður framboðs Íslands til Öryggisráðsins minni en reiknað var með eða hvað?

Það kom mér á óvart að kostnaður við framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ er ekki áætlaður meiri en um 400 milljónir. Kannski er það mjög vanáætlað en það kemur vissulega ekki í ljós fyrr en ferlinu er lokið.

Til að gera sér grein fyrir stærðargráðu þessarar upphæðar þá er þetta lægri upphæð en borgin greiddi fyrir tvö hús við Laugarveg fyrr á árinu.  En fyrir þau voru greidd ríflega 500 milljónir ef ég man rétt.  Mörgum kann eflaust að finnast það erfitt og jafnvel ómögulegt að bera saman kostnað við framboð til Öryggisráðsins og tvö gömul hús við Laugaveginn.
Upphæðina sem slíka er þó engin vandi að skynja. Kaupin á húsunum tveimur eru umdeild og einhverjir hafa líka sett sig upp á móti framboðinu til Öryggisráðsins.

Ég persónulega er sátt við að verja þessu fé til framboðsins en fannst erfitt að kyngja húsakaupunum.  Ég tel að Ísland og við íslendingar eigum erindi í Öryggisráðið.  Hvernig svo sem kosningarnar fara fylgir framboðinu kynning á landi og þjóð og myndun nýrra vina og menningartengsla.

Með setu Íslands í Öryggisráðinu gefst tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum í málefnum sem varða alþjóðleg öryggismál.  Nái Ísland kjöri mun seta Íslands án efa einnig hafa ýmis konar óbein áhrif okkur í hag. Alþjóðlegt samstarf er þjóðinni mikilvægt, bæði svæðisbundið samstarf og Evrópusamstarf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Hvað eitthvað kostar þar sem margir liðir koma inní er auðvelt að "fixa" Er einhvertímann hægt að segja hver raunkostnaður er?

Það þarf engin að segja mér að þetta kosti 400 millj. T.d. efast ég um að allar ferðir og gjafir sem verið er að dreifa í  löndum sem hafa atkvæðisrétt sé reiknað inn í þetta.

Tvöfalt það væri nærri lagi og á þá eftir að taka inní hvað þetta kostar svo á ári ef við komumst að.

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Halla Rut

PS: En er samt sammála þér með laugavegs-fúaspýturnar. Þetta átti aldrei að gerast og var eingöngu gert til að forða varaformanni Sjálfstæðisflokksins frá því að þurfa að taka erfiða og umdeilda ákvörðun.

Halla Rut , 21.8.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Kostnaðurinn við umsóknina í Öryggisráð SÞ var kominn vel yfir 600 milljónir fyrir nokkru, þannig að hann getur ekki hafa minnakað allt í einu, nema með tilfæringum. Utanríkisráðuneytið hefur verið undirlagt í þessi ósköp í nokkurn tíma og önnur tekið þátt. Ef svo illa færi að Ísland hljóti kosningu, þá fyrst fer kostnaðurinn að malla. En fórnarkostnaðurinn af því að hafa ráðuneytin upptekin við þetta heldur en þætti sem máli skipta, svo sem orkuréttindi, er verulegur.

Ívar Pálsson, 22.8.2008 kl. 09:58

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já maður skyldi ætla að þessi kostnaður nálgist það að verða helmingi meiri.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 10:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband