Gott að íslensk stjórnvöld ákváðu að sniðganga ekki Ólympíuleikana

HVAR í heiminum sem er,  mætum við og stöndum að baki okkar fólki Smile

Ákveðinn hópur hér á landi hvatti íslensk stjórnvöld til að sniðganga Ólympíuleikana í mótmælaskyni við stjórnarhætti og mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda gagnvart þegnum sínum.

Ég tel að það hafi aldrei komið til álita hjá íslenskum stjórnvöldum að hundsa Ólympíuleikana í mótmælaskyni. Það þýðir ekki að flest okkar erum sammála um að ótal margt þarf að breytast í Kína til að hægt sé að líta til Kínverja sem þjóð sem virðir grundvallar mannréttindi og hefur hagsmuni þegna sinna að leiðarljósi.

En sem betur fer kom það aldrei til álita að hundsa Leikana enda hefði sú staða verið afar sorgleg ekki hvað síst í dag þegar handboltaliðið íslenska vann sigur á Spánverjum og tryggði þjóðinni Ólympíusilfrið. Svo ekki sé minnst á úrslitaleikinn á sunnudaginn, hvernig svo sem hann fer.

Þetta er einnig í fyrsta sinn sem ég veit til þess að forseti Íslands er staddur á Ólympíuleikunum. Nærvera fulltrúa íslenskra stjórnvalda og forsetans þjappar þjóðinni enn frekar saman og virkar sem hvatning til að standa að baki stórkostlegu handboltaliði okkar.

Sigurinn í dag er einn af þessum atburðum þar sem við öll sem hér búum, eða tilheyrum þessari þjóð, fögnum.  Gleðitárin streymdu niður kinnar karla, kvenna og barna. Ekki varð betur séð en að sigurgleðin væri hafin yfir persónueinkenni, stöðu, stétt og allar mögulegar mannlegar aðstæður.
Á svona stundu græða allir Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Fínar vangaveltur og skrif hjá þér Kolla. Já, það var gott að við sniðgengum ekki keppnina - enda eiga íþróttir og stjórnmál ekki að hafa áhrif á hvort annað!

Það verður sko vaknað snemma á sunnudag á mínu heimili og horft á úrslitaleikinn. Áfram Ísland.

Gúnna, 22.8.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Dunni

Þrátt fyrir mjög svo verðskuldaðan úrslitaleik í handboltanum á ÓL er ég enn á á þeirri skoðun að það var þjóðinni til skammar að þekkjast boð glæpastjórnarinnar í Kína til að sitja með henni í heiðursstúkunni og brosa framan í heiminn.

Það er alltaf verið að tala um að ekki eigi að blanda saman íþróttum og pólitík. Við þurfum að fara allt aftur til ÓL í Berlín 1936 er Hitler bauð heisbyggðinni í betri stofuna á Ólympíuleikvanginum til að smæla  til framan í heiminn með hann sjálfan í forsæti.

Hitt ser svo allt annað og það er að sjæalfsögðu sjálfsagt og eðlilegt að menntamálaráðherra, forsætisráðherra og hver sá  ráðherra sem vill og að sjæalfsögðu forsetinn okkar fari til leikanna og sýni okkar fólki stuðning í verki.Við erum jú ekki fjölmennari en næst stærsti bær Noregs, Bergen, og því þurfum við alltaf að smæta sameinuð á svona mót.

Heðfi viljað sjá Dorit smella kossi á alla landsliðsstrákana og þjálfarann líka eftir leikinn. Já og Dolli verðskuldar líka einn frá frúnni eftir frábæra lýsingu á leiknum.

Áfram Island 

Dunni, 23.8.2008 kl. 12:01

3 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Ég hef enga trú á ad leikarnir hafi áhrif í rétta átt í kína. Er sammála Dunna, mér finnst ad stjórnmálamenn hefdu átt ad snidgang leikana, enda ómetanlegt tækifæri til ad sýna kínverskum rádamønnum ad fólki sé ekki sama um mannréttindaástandid í Kína. Og ef stjórnmál og íthróttir er hver sinn hluturinn, af hverju thá í óskøpunum nota skattakrónur til ad senda rádamenn milli heimsálfa. Bara spyr?

og

ÁFRAM ÍSLAND Bouncing Hearts  Bouncy 2 Bouncing Hearts 

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband