Erfitt að hunsa orð Jónasar H. Haralz

Viðalið við Jónas H. Haralz í Silfri Egils í dag var mjög áhugavert. 
Jónas segir það nauðsynlegt að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið með það að markmiði að fá skýr svör um hvað það hefði í för með sér. Það sé eina leiðin til að hætta þessu pexi. Með viðræðum kæmi það fljótt í ljós hvort aðild henti okkur eður ei.

Ríkisstjórnin hefur margsagt að slíkar viðræður verða ekki á þessu kjörtímabili.

Það er erfitt að hunsa algerlega orð þessa aldraða og reynda efnahagsráðgjafa sem velkst hefur um í heimi peningamála meira en hálfa öld. Hann er svo sem bara að leggja það til að við öflum upplýsinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

a) er meira að marka Jónas af því að hann er gamall?

b) það er vitað að aðild að ESB væri slæm fyrir Ísland á heildina litið, og það hefur ekkert með aðildarviðræður að gera heldur það hvernig ESB er upp byggt.  Eigum við að hunsa það, bara af því að Jónas vill hunsa það?

c) ef Jónas er svona óskeikull, og hans orð svona gríðarlega merkileg, hvernig stendur þá á því að þegar hann var við völd í hinu og þessum ríkisstofnunum?  Ekki veit ég til að Landsbankinn og Seðlabankinn hafi verið á hátindi virðingar sinnar og skynsemi þegar hann var þar við völd.

Ekkert á móti Jónasi, en mér finnst hins vegar orðið ansi langt seilst þegar fólk rýkur upp til handa og fóta og álítur hans orð guðspjall bara af því að hann er gamall og tilheyrði einu sinni Sjálfstæðisflokknum.

Jónas var að segja sína skoðun, fjölmargir eru honum ósammála, og hann er ekki boðberi sannleikans frekar en nokkur annar.

Liberal, 7.9.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei að sjálfsögðu er ekki meira að marka hann þótt hann sé gamall en ekki er litið fram hjá því að maðurinn hefur langa og mikla reynslu.
Seint hefur það síðan verið til baga að afla upplýsinga sérstaklega ef í því felast ekki neinar skuldbindingar. Upplýsingar hjálpa okkur (þjóðinni) síðan til að taka ákvörðun sem hentar okkar hagsmunum sem best.

Liberal kveðja til þín.

Kolbrún Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 20:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband