Aukin áhersla á góðu gildin er kjarni hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði.

Jákvæð sálfræði er nú að ryðja sér til rúms á Íslandi.  Þetta er ekki ný hugmyndafræði heldur hefur þessi nálgun lifað með manneskjunni í gegnum ár og aldir.

Núna, hins vegar, er hugmyndafræðin orðin viðurkennd, a.m.k. viðurkenndari. Hamingjubækurnar sem streymdu inn á markaðinn á sjötta og áttunda áratugnum þurfa ekki lengur að vera ofan í náttborðsskúffunni heldu mega liggja ofan á náttborðinu. Oft voru þessar bækur best-sellers þrátt fyrir að fagaðilar væru ekkert að setja á þær fagstimpilinn, en meira um þetta á vef Lýðheilsustöðvar í tengslum við málþing um Jákvæð sálfræði.

Staðreyndin er að með því að skerpa á þeim þáttum sem skapa vellíðan í lífi okkar er hægt að draga úr og milda vanlíðan af ýmsum toga.  Ferlið á sér stað í okkar eigin huga og gott er að geta orðað þessa hluti við einhvern sem maður treystir hvort heldur einhvern í fjölskyldunni, vini eða fagaðila. 

Meginmarkmiðið að draga fram á sjónarsviðið styrkleika viðkomandi, (allir hafa einhverja þótt þeim finnist þeir kannski ekki blasa við) og síðan að virkja þessa styrkleika enn frekar.  Vægið flyst frá áherslunni á veikleikana/vandamálunum yfir til jákvæðu þáttanna í lífi manneskjunnar. Með því að skýra og draga fram í dagsljósið það sem er í gott og það sem gengur vel, upplifir viðkomandi jákvæðu þættina áhrifameiri í lífi sínu og er líklegri til að hugsa meira um þá og jafnvel virkja þá enn meira.

Allt of lengi hefur megináhersla sálfræðinnar verið á vandamálin, oft verið nefnt tímabil sjúkdómavæðingar.  Innihald greiningar og meðferðar hefur jafnvel einskorðast við VANDAMÁLIÐ, orsakir þess og vissulega lausnir.  Vandinn hefur verið upphafspunkturinn í stað þess að hefja vinnuna á því að skoða styrkleikana og byggja síðan framhaldið á þeim.

Þetta þýðir ekki að allur vandi, vanlíðan og sjúkdómar hverfi bara si svona með upptöku Jákvæðrar sálfræðinálgunar. Það sem gerist mikið frekar er að hugsunin kanna að taka breytingum, hugsanir verða jákvæðari sem leiðir til betri líðan sem síðan hvetur til jákvæðra atferlis.  Þetta ferli er síðan líklegra til að framkalla jákvæðari viðbrögð frá umhverfinu. Af stað fer jákvæður hringur sem leysir e.t.v. vítahringinn af hólmi.

Eins mikið eins og líðan okkar getur verið  í okkar höndum er um að gera að freista þess að hafa á þetta áhrif. Þó má varast að vera ekki með of mikla einföldun í þessu fremur en öðru er snýr að mannlegu eðli. Sumir eru einfaldlega það mikið veikir að þeim finnst erfitt að sjá eitthvað jákvætt í lífi sínu. Fólk sem t.d. er með mikla verki og kennir til meira og minna allan sólarhringinn finnst eðlilega erfitt að upplifa einhverja jákvæðni. Það er ekki erfitt að skilja.

En endilega prófa að renna yfir þennan tékklista og svara honum með sjálfum okkur til að sjá hversu langt við komumst:

Hvað er það sem ég er ánægð(ur) með?
Hvað er það sem ég kann vel við í fari mínu?
Hvert af mínu atferli/hegðun er ég sátt(ur) við?
Hvað er það sem ég kann vel við og þykir vænt um í fari fjölskyldu minnar?
Hvað er það sem gengur vel hjá mér (í starfi og á heimilinu)?


Og aðeins meiri fókus:
Hvar og hvernig vil ég vera eftir fimm ár?
Hver eru mín markmið: skammtíma,- og langtímamarkmið?
Hvað er ég að gera núna sem leiðir mig að þessum markmiðum?



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega - þessi jákvæða hugmyndafræði er þvílíkur orkubolti - að leita alltaf lausnar út úr vandamálinu í staðinn fyrir að festast í að eitthvað sé að eða að maður hafi lent í einhverju slæmu - finna frekar út í hvaða átt skal halda áfram til frábærs lífs sem er framundan - flott blogg hjá þér Kolbrún!!!

Ása (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:29

2 identicon

Sæl Kolbrún.

þetta er mjög góð grein og mættu margir.............................   mætir menn og konur lesa hana

og gera sér mat úr því sem þarna er í boði, og að sjálfsögðu Pétur og Pálína líka.

Takk fyrir skrifin þín í kvöld.

Ekki veitir af að hífa móralinn upp,í öllu þessu bölsýnistali.

Hafðu það sem best.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:04

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Frábær grein! Það er margupplifuð staðreind að það fer ekki endilega eftir hvernig maður hefur það, heldur hvernig maður tekur því og því er öfugt farið með ástin og margt annað, að þeim mun meiri ást sem maður notar, þeim mun meiri ást eignast maður. Vildi að það væri eins með peningana, þá væri ég rík

kveðja

Ásta Kristín Norrman, 14.9.2008 kl. 07:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband