Tímabært að þingmannamál komi úr nefndum

Óteljandi þingmannamál hafa verið lögð til hvílu í nefndum Alþingis. Kannski ekki til hinstu hvílu ef skoðun forseta þingsins sem hann gerði heyrinkunnuga við setningu þingsins í gær, fær einhvern hljómgrunn.

Það er tímabært að endurskoða með breytingu í huga það furðulega fyrirkomulag að þingmannamál sofni í nefndum og liggi þar árum saman ef ekki áratugum.  Bak við sérhvert þingmannamál er oftast nær mikill undirbúningur þingmanna sem hafa gert sér far um að leggja mál sín fram af kostgæfni. En sjaldgæft er að þingmannamál komist úr nefndum og hljóti áframhaldandi afgreiðslu þingsins.

Nú vill Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis að gengið verði í að breyta þessu þannig að þingmannamál fái afgreiðslu frá Alþingi á því kjörtímabili sem þau eru lögð fram.

Orð í tíma töluð, nú er bara spurning hvort orðin verði að verki?
Ekki er nóg að tala, það þarf líka að framkvæma.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband