Léttlyndi að eilífu þekkir ei neinn

Í nærveru sálar ég sit,
skynja manneskjuna sterkt.

Hvað er það í lífinu sem gefur lit?
Leitar og finnur sá sem það vill.

En lífið er meira en leikur einn,
léttlyndi að eilífu þekkir ei neinn.

Í lífsins skóla lærist margt,
lausnir í draumum felast.

 

Og svo er það virðingin:

Að vanda virðingu sína,
er val sérhvers manns.

Velsæmis gæta og lögum lúta,
láta engan sér múta.

Rætnar tungur og rógburður,
rífa, níða og meiða.

Eiturgróurnar fáum eira,
ef andann og sálina ná að seiða.


Góðan sunnudag Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

 Takk fyri þetta. Gott að hafa í huga þessa erfiðu tíma hjá okkur.

, 6.10.2008 kl. 08:13

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband