Hetjur vikunar eru þjónustufulltrúar og gjaldkerar bankanna

Afgreiðslufólk bankanna eru hetjur vikunar. Þetta fólk hefur verið undir miklu álagi síðustu daga. Stöðugar hringingar, löng röð af fólki sem bíður afgreiðslu, fyrirspurnir og án efa fjölmargar spurningar sem afgreiðslufólkið hefur ekki haft svör við.

Þjónustufulltrúar og gjaldkerar bankanna eru ekki í þeim hópi starfsmanna sem taka stórar eða afgerandi ákvarðanir um rekstur eða reglur bankanna. Afgreiðslufólkið ber því enga ábyrgð á þeim vanda sem bankarnir glíma nú við. Afgreiðslufólkið er hins vegar andlit bankanna út á við.
Þetta er fólkið sem maður sér og ræðir við fari maður í bankann til að eiga við hann viðskipti.

Í vikuni sem er að líða hefur verið mikið álag á þetta starfsfólk. Það hefur verið í því hlutverki að reyna að róa áhyggjufulla viðskiptavini og stundum orðið að taka við skömmum frá fólki sem vegna kvíða og óöryggis, fann hjá sér þörf til að hnýta í afgreiðslufólkið.

Því má ekki gleyma að afgreiðslufólkið sjálft er einnig í hópa viðskiptavina. Eins og aðrir er afgreiðslufólkið líka uggandi um sinn hag og óttast jafnvel að vera sagt upp störfum sínum.  

Ég vil hrósa afgreiðslufólki allra banka landsins fyrir að hafa staðist þetta álag og fyrir að hafa sýnt skjólstæðingum bankanna umburðarlyndi og þolinmæði við svo mjög erfiðar aðstæður.

Þetta eru hetjur vikunar.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir það gjaldkerar og annað bankastarfsfólk fær stóran plús. Hvernig stendur samt á því að fólk er að panika, hvað varð um íslenska mottóið: "þetta reddast"

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Veistu ég skil þetta panik. Orð prófessorsins Gylfa Magnússonar hjálpaði ekki en hann gaf það hreinlega í skin í útvarpsviðtali í gærmorgun að hinir bankarnir væru um það bil að rúlla yfir. Eftir það hlupu margir til, eðlilega.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.10.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mikið er ég sammála þér, þetta fólk er sannarlega hetjur vikunnar!

Sunna Dóra Möller, 4.10.2008 kl. 17:28

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

Já það er hetjulegt hjá þjónustufulltrúum að horfast í augu við Jón og Gunnu sem var ráðlagt að taka myntkörfulán og hina sem var sagt að verðbólga færi ekki yfir 7% fyrir tveimur árum síðan. Svo unga fólkið sem fékk 100% lán með barnið sitt í fanginu og aleiguna 50.000 kr . Ekki var þessu fólki ráðlagt að koma aftur þegar pingjan væri þíngri svo þau gætu mætt slæmum tímum á þeirri löngu leið sem 40 ára lánin eru. Þetta banka fólk á allt að skammast sín og helst að segja af sér vegna alls þessa klúðurs. Þetta er mín skoðun.

Jón V Viðarsson, 5.10.2008 kl. 01:03

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég er ekki sammála þessu Jón Viðar, bankafólkið fær upplýsingar frá yfirmönnum og skipanir væntanlega um hvernig þeir eiga að svara viðskiptavinum. Afgeiðslufólkið er að vinna í góðri trú. Það er við yfirmenn að sakast myndi ég telja en ekki fólkið á gólfinu eins og t.d. gjaldkerana.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 09:09

6 Smámynd: Jón V Viðarsson

Takk fyrir svarið Kolbrún. Ég verð samt að bæta hér við að ef apótekari skipar afgreiðslufólkinu að deila út eitruðum eplum er það þá allt í lagi og eru þá starfsmenn apoteksins hetjur dagsins þegar fólkið kemur brjálað í apotekið aftur með niðurgang af öllu saman. Ég bara spyr ...

Jón V Viðarsson, 5.10.2008 kl. 16:05

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Nei, nei, ekki ef afgreiðslufólkið í apótekinu vissi að eplin voru eitruð.

Jæja, mér finnst nú að afgreiðslufólkið í bönkunum megi fá hrós í ljósi álags vegna atburða síðustu viku og trúi því þau hafi ávalt sinnt skjólstæðingum sínum í góðri trú.

Kolbrún Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 16:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband