Gera, gera ekki - líða, líða ekki í því umhverfi sem nú ríkir

Ég hef fáu að bæta við allar þær góðu ráðleggingar og huggunarorð sem nú streyma fram frá ýmsum stéttum og félagasamtökum.

Í síðdegisútvarpinu á Útvarps Sögu í gær með þeim Markúsi Þórhallssyni og Sigurði Sveinssyni fórum við í gegnum eitt og annað sem viðkemur áföllum, áfallahjálp, hvaða hópar fólks væru verst staddir andlega eins og nú árar, hvernig mætti sinna þeim betur og margt fleira í þessu sambandi.

Hvað varðar börnin langar mig hvað helst að skerpa á þeirri staðreynd að börn hafa áhyggjur í hlutfalli við áhyggjur sem þeir sjá að foreldrar þeirra hafa.

Hamfaratal í áheyrn barna getur verið mjög skaðlegt þeim og gildir þá einu um hverslags hamfarir um er að ræða svo fremi sem þau óttast að þær muni hafa áhrif á þeirra líf.

Þegar litlar sálir er nærri sem hafa ríka athyglisgáfu og stór eyru er ágætt að hafa þessi atriði í huga:

-Vera sjálf róleg og forðast að óskapast yfir að nú sé allt að fara til fjandans
-Sannfæra þau um að öryggi þeirra sé tryggt, nálægð foreldrana er tryggð, heimili, skólinn og vinirnir
-Útskýra í samræmi við aldur og þroska hvað verið er að segja í fjölmiðlum og hvað almenningur er að tala um
-Gæta þess að hafa eigin ytri ásýnd sem eðlilegasta og sýna léttleika, kátínu eins og kostur er.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband