Mótmæli er félagsleg hegðun sem hugnast ekki öllum

Fyrirhuguð eru mótmæli í dag á Austurvelli þar sem hópur fólks ætlar að mótmæla setu Davíðs Oddsonar í stóli Seðlabankastjóra.

Þetta er aðferð sem ekki hugnast öllum. Mörgum finnst þetta félagslega atferli hóps hreinlega ógeðfellt ekki hvað síst ef mótmælin beinast að ákveðinni persónu og gildir þá einu hvort persónan er Davíð Oddsson, Jón Jónsson eða Sigríður Sigurðardóttir.

Öðru máli kann að gegna ef andmælin beinast að einhverjum málstað, málefni, stefnu eða áætlun þar sem ekki er verið að draga inn í mótmælin nafn/nöfn einstaklinga.

Andmæli eiga að sjálfsögðu rétt á sér og hver og einn getur hvenær sem er sagt sína skoðun á hvort heldur mönnum eða málefnum. 

Fólk sem hópast saman tugir, hundruð eða þúsundir til að bera fram mótmæli gagnvart einstaklingi getur auðveldlega skapað aðstæður sem laða fram múgsefjun þ.e. þegar óráðsæsing grípur hóp fólks. Þessi aðferð er þess vegna nokkuð áhættusöm. 

Svo má einnig spyrja, hver myndi vilja vera í sporum þess sem mótmælin beinast að?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Engin að tala um að þegja.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 13:34

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Kolbrún mér finnst það allt að því glæpsamlegt hvernig fólki dettur í hug að hér sé allt saman að kenna einum einstaklingi þvílikt bull. Ef þesi mótmæli fara úr böndunum er fólk að gera enn verra síðan kynda fjölmiðlar undir því þetta er spennó. Nei fólk verður að líta í eigin barm síðan að finna þá sem að bera sök samkvæmt lögum og lögsækja þá. Mér finnst að ákveðnir fjölmiðlar átti sig ekki enn þá á því að þeir eru ekki lengur í eigu þeirra sem þeir voru þeir eru ríkisfjölmiðlar og ef höndin hanns Dabba væri eins og allir segja að hun sé v´ri þá ekki búið að loka þeim. Þetta DO syndrom er þjóðinni til skammar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 18.10.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

SAMMÁLA,EKKI LÁTA ÞESSI MÓTMÆLI EINGÖNGU BEINAST GEGN DO,ÞÓ AÐ HANN BERI VISSULEGA SÍNA ÁBYRGÐ Á ÁSTANDINU.RÍKISSTJÓRNIN ÖLL,FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ OG EKKI SÍST JAKKAFATAKLÆDDU ÚTRÁSARGUTTARNIR BERA EKKI SÍÐUR ÁBYRGÐ Á ÞVÍ,HVERNIG KOMIÐ ER FYRIR ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI.MÓTMÆLI OKKAR EIGA AÐ BEINAST AÐ ÖLLUM ÞESSUM AÐILUM.

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 18.10.2008 kl. 14:04

4 identicon

Mér finnst þessi músæsingur og hjarðmennska vera farin að minna óþægilega á 1938. Eigum við von á nýrri kristallsnótt eða hvað er í gangi? þeir sem hvetja til svona mótmæla bera mikla og þunga ábyrgð og það gera einnig þeir sem ekki taka þátt en eru "bystanders" med þegjandi samþykki.

Mér dettur í hug Berlín og  kvikmyndin Cabaret. Vona að viti borið fólk sjái að sér áður en það er um seinan.

En sumt fólk getur ekki hugsað sjálfstætt heldur verður alltaf verkfæri í höndum annarra. 

I Benediktus 

benediktus (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 14:09

5 identicon

Við skulum nú sjá, Kolbrún, hvaða leiðir eru fólki færir, sem vilja koma mótmælum sínum á framfæri. Við skulum líka flokka þær aðgerðir í tvo flokka, annan líklegan til að hafa áhrif og hinn ólíklegan.

Ólíkleg til að hafa áhrif á ráðamenn eru: Raus út í horni, umræður í heita pottinum, bréfaskriftir í dagblöðin (bara Mbl eftir sem tekur við greinum), blogg almennings, bréf send til embættismanna og undirskriftalistar, fjöldamótmæli þar sem færri en 20þúsund manns koma saman einu sinni.

Líkleg til að hafa áhrif á ráðamenn eru: Fjöldamótmæli 20þús. eða fleiri í langan tíma (t.d. þangað til takmarki er náð) því úr svoleiðis mótmælum verða gjarnan til fjöldahreyfingar eða stjórnmálaflokkar, að ganga í stjórnmálaflokk og komast inn í innsta hring hans (er hluti ævistarfsins), rannsóknarblaðamennska "a la Vilmundur Gylfason" og svona mætti telja.

Vandamálið er að íslensk stjórnvöld hafa aldrei, ég staðhæfi *aldrei* þurft að sæta ábyrgð (umfram tap í kosningum) og segja af sér ef undan eru skilin einangruð tilfelli eins og Guðmundar Árna Stefánssonar. Það vita þau og því er samtryggingin þannig að mikið þarf til að menn rísi upp á afturlappirnar, eins og tilefni er til núna.

Ég segi eins og Óskar hér á undan mér, að það minnsta, sem stjórnmálamaður eða bankastjóri getur gert, sem uppvís er að því að hafa sökkt skútunni með lausmælgi sinni, er að segja af sér. Fyrir það hefur sá og hinn sami líka verið á ofurlaunum og á trygg ofureftirlaun.

Nema á þessu landi.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:31

6 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

gaman að rekast á uppbyggilega grein í öllum þessum látum. "sem uppvís er að því að hafa sökkt skútunni með lausmælgi sinni, er að segja af sér." ég spyr eins og asni, hvað heitir maðurinn eða konan sem stóð manninn að því að sökkva skútunni? að ætla að draga 1 mann til ábyrgðar á þessum atburðum er kjánalegt. sem krakka var mér kennt að vera kurteis. það gekk svona upp og ofan. eitt af því sem manni var kennt var að taka 1 mola úr skálinni sem manni var rétt. en það fór nú yfirleitt þannig að þegar manni var rétt skálinn aftur þá fór maður með lúkuna ofaní til að hrifsa eins mikið og maður gat til sín af ótta við að skálinn yrði tóm áður en hún bærist manni aftur :-). okkar litla þjóðfélag er einu um að kenna um hvernig komið er. okkur væri nær að taka höndum saman í næstu kosningum og láta skoðanir okkar í ljós.

lifið heil-lengi

Þór Ómar Jónsson, 18.10.2008 kl. 19:20

7 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Er sammála um að ekki eigi að mótmæla með þessum hætti og finnst það mikil einföldun og sjálfsblekking að halda að slíkt sé einhver "lausn".

Kannski Hörður Torfa geti svarað best spurningunni sem þú spyrð: Svo má einnig spyrja, hver myndi vilja vera í sporum þess sem mótmælin beinast að?

Að persónugera hluti og mótmæla með þessum hætti í því viðkvæma andrúmslofti sem er nú til staðar er bara ekki fallegt, né mannúðlegt.

Gísli Guðmundsson, 18.10.2008 kl. 21:06

8 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég tek undir með Kolbrúnu og vil mótmæla þessum mótmælum.

Hrannar Baldursson, 18.10.2008 kl. 21:49

9 Smámynd: Heidi Strand

Mótmæli er leið fólks til að láta í sig heyra þegar þeim sé ofboðið. Það er ekki um margar aðrar leiðir að velja. Mótmæli er líka leið til að vekja athygli á málstað.
Það er betra að láta í sig heyra en að tuða á bak við tjöldin.

Heidi Strand, 18.10.2008 kl. 23:19

10 identicon

"okkar litla þjóðfélag er einu um að kenna um hvernig komið er. okkur væri nær að taka höndum saman í næstu kosningum og láta skoðanir okkar í ljós."

Með öðrum orðum ber enginn ábyrgð fyrst allir eru sekir og því skulum við fella okkur öll í næstu kosningum => sama áhöfn verður víst að stjórna skútunni áfram. Á frönsku heitir þetta "því meir sem breytandinn breytist verða hlutirnir eins".

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 23:29

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þrælslund margra Íslendinga er viðbrugðið og ef við megnum ekki einu sinni að láta menn sæta þeirri ábyrgð sem þeir fá vel borgað fyrir að bera er okkur ekki viðbjargandi, þá erum við aðeins vesælt sauðfé. Allir seðlabankastjórarnir og ríkisstjórnin eins og hún leggur sig á að sjálfsögðu að segja af sér eftir versta klúður íslandssögunnar, ef ekki eftir svo hrikaleg afglöp og andvaraleysi sem nú hafa orðið, hvenær í ósköpunum þá!? Bú menn eða mýs á þessu guðsvolaða skeri!?

Georg P Sveinbjörnsson, 19.10.2008 kl. 04:02

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er eitthvað að fólki á þessu landi? Það virðist engin vera yfirmaður Davíðs svo hann getur ákveðið að hann sitji þarna snarruglaður og geðbilaður á sínu morfíni og láti sem ekkert sé. Hendið þessu skrýmsli út þið sem eruð með eitthvað vit eftir.

Heilbrigð skynsemi er í verulegri úrtrýmingarhættu á Íslandi. Og reyniði að tala manna mál enn ekki þetta hæalf-akademiska málefnalega kjaftæði sem gerir málið ónítt...

Allir sem hafa eitthvað út á þetta komment að setja, segi það á mannamáli enn ekki "pólitísku"...

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mér hugnast ekki ritskoðun. Það er bara fólk með tilfinningalíf í rugli sem notar þessa aðferð..

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 08:34

14 identicon

Þessi mótmæli eru ekkert annað en nornaveiðar og einelti af verstu gerð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 08:47

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ef Davíð er norn á að gefa veiðileyfi á hann. Davíð er alveg stjarna í að leggja fólk í einelti. Má hann ekki smakka á sínum eigin aðferðum? Rafn, þú ert sjálfsagt besta manneskja, enn þú ert að tala um mann sem þú þekkir ekki neitt..

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 09:32

16 Smámynd: Heidi Strand

Rafn, finnst þér Davíð vera norn?

Þessi mótmæli snerist um framtíð Íslands.

Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 09:37

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Heidi Strand! frábær spurning! hehehe..:)

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 11:09

18 Smámynd: Johann Trast Palmason

mjög góð spurning og önnur er afhverju leifir sá aðili þessu að fara svona langt þegar aðrir innann hanns stjórnar sáu þetta fyrir öxluðu sína abyrgð og viðurkendu hana í fjölmiðlun og sögðu upp.

þá á ég við áhveðna konu innann seðlabankans

íslenskar konur virðast vera mun sterkari, hreinni og beinni en íslenskir karlmenn ég er farinn að telja að við ættum jafnvel að snúa jafnréttinu við og fela stjórn landsins í þeirra hendur.

Johann Trast Palmason, 19.10.2008 kl. 12:38

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það var kona sem sagði af sér úr bankaráði Seðlabanka Íslands og bað þjóðinina afsökunar á öllum þeim mistökum sem sú stofnun var búin að gera. Skoraði hún á Davíð og alla stjórn bankans að segja af sér.

Kall hefði aldrei gert þetta. Konur eru bara vitrari enn menn og samviskusamari, með undantekningum á á báða bóga, enn að mestum hluta er meira vit í konum enn körlum. Bara staðreynd.

Óskar Arnórsson, 19.10.2008 kl. 13:41

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband