Jón Ásgeir í viðtali við Ingva Hrafn á ÍNN í kvöld kl. 8

Ingvi Hrafn ætlar í kvöld að sýna Agli Helgasyni hvernig taka á viðtal á faglegum nótum en eins og menn muna féll aðferðafræði Egils þegar hann tók viðtal við Jón Ásgeir í Silfri Egils fyrir skömmu misvel í kramið hjá landsmönnum.

Þeir sem spekúlera í viðtalstækni og vilja með tækninni reyna að ná sem mestu út úr viðmælanda sínum beita ekki aðferðafræði Egils, alla vega ekki þeirri sem hann sýndi í þessu umrædda viðtali við Jón Ásgeir. 

Ingvi Hrafn er þaulreyndur sjónvarps- og blaðamaður og ætlar í kvöld að spyrja og ræða málin tæpitungulaust án þess að missa sig í tilfinningarlegt uppnám. Ingvi Hrafn ætlar sem sagt ekki að koma fram sem sjálfsskipaður saksóknari íslensku þjóðarinnar  heldur frekar að koma fram sem fagmaður sem spyr með þeim hætti að sem mestar og bestar upplýsingar fáist frá þeim sem rætt er við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Ánægður með Ingva Hrafn og takk fyrir að benda á þetta, þetta hefði annars farið  framhja mér.

Hlakka til þáttarinns.

Johann Trast Palmason, 20.10.2008 kl. 18:37

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér fannst Egill Helgason fara illa með það tækifæri til að spyrja Jón Ásgeir spjörunum úr. Ég er núna að horfa á Ingva Hrafn og þvílíkt viðtal. Ég á ekki orð. Nú eru 45 min. liðnar af viðtalinu og Ingvi Hrafn hefur bara hjalað við Jón Ásgeir. Ég nenni ekki að horfa lengur.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ÍNN er nýfarin að sjást hér á Reyðarfirði og þetta er hin ágætasta viðbót við sjónvarpsflóruna. Megi stöðin lifa sem lengst.

p.s. þú ert flott í þínum þætti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ingvi Hrafn er femínisti eins og ég. En hann er líka málpípa auðmanna og þess kapítalíska samfélags sem nú hefur brotnað saman með brauki og bramli. En það er allt í lagi að hafa svona þætti fyrir eldra fólk og þá sem vilja ekki horfast í augu við að þetta er verld sem var.

Að hlusta á Jón Ásgeir lýsa heimsmynd sinni er álíka gefandi og hlusta á Sævar Síselski lýsa sinni. Þeir hafa báðir komist í öruggt skjól, Sævar á örorkubótum í Danaríki en það hefur verið helsta útflutningsvara okkar þangað að flytja þangað út félagsleg vandamál. 

Ég veit ekki hvar útrásarvíkingar halda sig en þeir eru líka félagslegt vandamál fyrir það samfélag sem þeir bera niður í. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.10.2008 kl. 21:51

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Salvör, það er ekki lengra síðan en í gær að ég sá Sævar í Bónus á Fiskislóð. Þar var hann ásamt vini sínum að kaupa sér fáein dropaglös sem hann sagðist ætla að nota í bakstur.

Þóra Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 22:38

6 Smámynd:

Er ÍNN ekki í læstri dagskrá ? Ég horfði oft á þessa þætti hér í tölvunni fyrst þegar þeir byrjuðu og hafði mjög gaman af þeim.

 Þú ert frábær í þínu starfi.

kveðja og knús

, 21.10.2008 kl. 08:47

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Takk Áslaug mín. Hægt er að horfa á ÍNN ef þú ert með sjónvarpstengingu hjá Símanum, sem sagt sjónvarp Símans. Eins ef þú ert með afruglara fyrir Stöð 2 þá er hægt að láta afruglarann leita að ÍNN. Þetta er channel 20.
Bestu kveðjur til þín.

Kolbrún Baldursdóttir, 21.10.2008 kl. 11:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband