Nýjustu færslur
- 5.1.2025 Hver vill búa í íbúð þar sem útsýnið er fangelsisveggur?
- 27.11.2024 Þetta finnst mér ósanngjarnt
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Eru bankastjórar ríkisbankanna á ofurlaunum?
22.10.2008 | 20:34
Bankastjórar nýju ríkisbankanna a. m.k. Kaupþings er með tæpar tvær milljónir á mánuði. Sumum finnst þetta of mikið í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Bankastjórar hinna bankanna, Landsbankans og Glitnis hafa ekki viljað upplýsa hvað þær eru með í laun á mánuði. Það má gera því skóna að þær séu með svipuð laun og bankastjóri Kaupþings (alla vega þar til annað kemur í ljós, ef það þá kemur í ljós).
Það kann að vera að þetta séu algeng laun hjá forstöðumönnum ríkisfyrirtækja. Fyrir hinn almenna launþega er þetta há upphæð.
Það virkar illa á fjölmarga að forstöðumenn og framkvæmdarstjórar ríkisfyrirtækja neita að upplýsa um laun sín sérstaklega í því árferði sem nú ríkir. Leyndarmál og launung af alls kyns tagi á ekki við nú. Bankarnir þrír sem áður voru í einkaeigu eru nú í eigu almennings. Fólkið í landinu á því rétt á að vera upplýst um launagreiðslu starfsmanna þeirra.
Þess vegna eru það ákveðin vonbrigði að bankastjórar Landsbankans og Glitnis kjósi að halda því leyndu hvað þær fá í mánaðarlaun. Finnur Sveinbjörnsson hefur upplýst hvað hann hefur á mánuði. Hann má þó eiga það að hann er ekki í neinum feluleik.
Flokkur: Peningamál | Breytt s.d. kl. 22:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Maí 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Nýjustu færslurnar
- Sótt að hinum seku?
- Makleg málagjöld?
- Forseti Suður-Afríku tekinn í bakaríið í Hvíta húsinu!
- Foreldrar berjast á móti þvingaðri þátttöku barna í ,,Pride"
- Hvar er Trump-geðhvarfssýkin núna?
- Það er heimsendir aftur. Og annar á morgun.
- Nýtt stríðsbandalag
- Byggt ból.
- Vaxtalækkanir koma þegar ríkisstjórnin sýnir aðhald
- Hvers vegna var lögreglustjórinn á Suðurnesjum rekinn
Athugasemdir
Sorglegt fyrir jafnréttisbaráttu kvenna á Íslandi að karlmaðurinn þurfi að rísa yfir þær og þora að standa fyrir sínu í þessu tilfelli en ekki þær.
Annars er sorglegt að þetta byrji svona. Það væri gaman að sjá launastrúkturinn í þessum ríkisfyrirtækjum í dag. Þeas kjarasamninginn sem ætti að vera borgað er eftir.
Mastersmenntaður starfsmaður á fyrstu árum hjá ríkinu er með um 350 þúsund á mánuði. Gaman væri að vita hvað einhverjir viðskiptamenntaðir BA gæjar eru með hjá ríkinu á sínum fyrstu árum, nema bara í bankaríkinu.
Vilberg Helgason, 22.10.2008 kl. 20:50
Sæl Kolbrún.
það er gott hjá þér að vekja máls á þessu. Einfaldlega vegna þess að einmitt nú er lag á að koma á skikkan í launamálum landsmanna og gildir þá engu hver er hver.
Að byrja þessa" VIÐREISN" lofar ekki góðu. Allflestar launagreiðslur voru komnar út úr öllum veruleika. Og það þarf að endurmeta gömlu gjörningana og færa þjóðfélagið í sama gírkassann annars gengur bíllinn ekki. Takk fyrir. Kærleikskveðjur.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 02:39
Það á að vera upp á borðinu hvaða laun ríkisstarfsmenn eru með. Ofurlaun eru ekki viðeigandi núna. Bankastjórar nýju bankanna eiga að vera á almennum kjörum og 2 mill. á mánuði er ekki almenn kjör. Alþingismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og laga eftirlaunakjörin til samræmis við alm. reglur og láta nýjustu launahækkun ganga tilbaka.
Nýju íslensku bankarnir verða lágstemmdari á allan hátt og því verða væntanleg umsvif talsvert minni, hvaða rök eru fyrir þessum háu launum?
Ásdís Jónsdóttir, 23.10.2008 kl. 07:53
Góðan daginn!
Viðmiðin í launakerfi hins opinbera ættu að vera laun Forseta og eða forsætisráðherra hverju sinni. Semsagt að enginn geti talist verðugur hærri launa en þessir tveir aðilar, þar með talinn seðlabankastjóri.
Það hefur sannast að þessir bankastjórnendur hafa ekki risið undir þessum háu launum sem þeir hafa heimtað í krafti óskeikulleika síns.
Raunar er það eins og að lýsa fyrirfram frati á æðstu embættismenn þjóðarinnar , að einhverjir bankamenn skuli vera hærri í launaskalanum.
Við höfum séð það síðustu vikur hve mikið mæðir á t.d. Forsætisráðherra við þessar aðstæður, og þótt við getum endalaust deilt um hversu vel eða illa hann rísi undir ábyrgðinni , þá er þetta þó sá aðili stjórnsýslunnar sem mest á mæðir þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Kristján H Theódórsson, 23.10.2008 kl. 09:32
þetta eru vissulega há laun - kanski réttast að taka á þessu strax nema það sé of seint þar sem búið er að semja ? annars er ég nokkuð viss um að ofan á þessi laun koma svo ýmis hlunnindi fyrir fundarsetur, vaktaálag ofl ofl - aint seen nothing yet
Jón Snæbjörnsson, 23.10.2008 kl. 10:01
Jú ég held að margir mjög hæfir aðilar hefðu viljað takast á við þetta verkefni fyrir minna. Við skulum muna að það er stór hópur íslendinga sem hefur aflað sér mikillar og góðrar menntunar á sviði peningamála auk þess að hafa öðlast mikla reynslu í gegnum árin.
Ég var ánægð að heyra að í hádegisfréttum Bylgjunnar var fjallaði um launamál bankastjóranna í samhengi við laun annarra háttsetra embættismanna. Þar kom fram að viðskiparáðherra hefði biðlað til stjórn bankanna að endurskoða laun bankastjóranna og annarra sem eru hæst launaðir innan bankanna.
Kolbrún Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:50
Nú er einmitt verið að ræða þetta á Rás 2. Þar situr viðskiptaráðherra fyrir svörum og hann segir nákvæmlega það að þetta hafi komið honum á óvart og hann vilji sjá þessi laun lækkuð.
Kolbrún Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:53
Eins og bjóða mætti e-m með e - ð milli eyrnanna að verða kennari á almennum launum?
Það ætti að vera jólakökudraumur, skv. þínum rökum, Dóra. Því er nú samt svo farið, að þrátt fyrir áralangt arðrán og launalega niðurlægingu, finnast samt ótrúlega flottir einstaklingar innan stéttarinnar, sem vinna langt umfram það sem launaumslagið býður upp á.
Kannski við þurfum að lækka launin í bankakerfinu til að fá áhugafólk um almennishag, í stað valda- og peningagíruga karla og kerlingar. Ef há laun tryggðu að besta fólkið finnist ætíð, ættum við nú að vera með bestu hagstjórn í heimi. Ef klisjan um réttmæti ofurlaunanna héldi.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:53