Þeldökkur maður, en fyrst og fremst góður og hæfileikaríkur maður, næsti forseti Bandaríkjanna.

Þau fimm ár sem ég bjó í Bandaríkjunum hefði ég seint trúað því að sá dagur kæmi á meðan ég væri enn ofanjarðar að þeldökkur maður yrði forseti Bandaríkjanna.

Vissulega eru það tímamót að þeldökkur einstaklingur hefur náð kjöri til að gegna æðsta embætti þess lands. En það er ekki vegna litarháttarins sem Obama hefur náð þessum tímamótasigri heldur vegna þess að hér er á ferðinni góður og hæfileikaríkur maður.

Obama hefur sýnt að hann er heilsteypt persóna sem hefur kjark og þor til að standa og falla með eigin sannfæringu og trú.  Þegar hann kemur fram, hvort heldur hann situr fyrir svörum eða heldur ræður, myndar hann tengsl við áheyrendur sínar.

Það er þessi manneskjulegi þáttur í honum sem heillað hefur fjöldann. Sé hann spurður spurninga sér maður að hann hlustar og gerir sér síðan far um að svara skilmerkilega og umfram allt málefnalega. Obama hefur gefið af sér mynd mannelskandi manns sem hefur ríka réttlætiskennd og gnótt af hinu svo kallaða common sense.

Þess vegna vann hann þessar kosningar í dag.

Sigur hans er eiginlega of góður til að vera sannur. Allt sem er of gott til að vera satt óttast maður að hverfi. 

Og þá kemur þessi spurning: Mun Bandaríska þjóðin og allir hinir fá að njóta góðs af hæfileikum Obama um ókomin ár í embætti forseta USA.

Í Bandaríkjunum,  þessu mannmarga landi býr suðupottur af fólki af ólíkum uppruna, hópar sem eiga jafnvel fátt sameiginlegt annað en að vera íbúar þessarar heimsálfu.

Meðal fólksins eru öfgahópar, hópar sem eru ekki sáttir við úrslit kosninganna og vilja brugga honum banaráð.

Ég vona að Obama fari aldrei neitt opinberlega án þess að vera t.d. í skotheldu vesti. Lífverðir hans gera eflaust allt sem í mannlegu valdi er mögulegt til að gæta hans. Það dugar bara ekki alltaf til.

Oft áður höfum við hins vegar orðið áþreifanlega vör við að sagan hefur tilhneigingu til að endurtaka sig sbr. það sem hefur nú ný gerst, þ.e.  að enn á ný er skollin á fjármálakreppa. 

Til að forðast að fremsta megni að sá þáttur sögunnar sem fjallar um morð á leiðtoga endurtaki sig þarf hinn nýkjörni Obama og þeir sem hans gæta að vera vel á varðbergi og nýta til þess allan tiltækan búnað til af verja líf og limi hins verðandi forseta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Vonum að hinn svarti jesu eins og sumir kalla hann verði ekki negldur á kross.

Ástandið er ekki til að hropa hurra fyrir eftir georg buhs

þetta verður töff fyrir obama

Johann Trast Palmason, 5.11.2008 kl. 21:09

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Vonandi mun honum ganga vel

Kær kveðja.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.11.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér sýndist á fréttaflutningi dagana fyrir kosningarnar að viðbúnaður lögreglu beindist frekar að því að koma í veg fyrir ofbeldisverk fylgismanna Obama heldur en McCain skyldi svo ólíklega fara að Obama tapaði kosningunni.

Hugsanlega á Obama skilið það mat sem þú leggur á persónu hans, en það er meira byggt á tilfinningu en staðreyndum. Obama er óskrifað blað. Heimurinn og bandaríska þjóðin hefur lítið annað en þessa "mynd mannelskandi manns" til að styðjast við.

Nú fara í hönd spennandi tímar þar sem reynir á getu hans frekar en sýnd.

Ragnhildur Kolka, 6.11.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já, þetta er bara skynjun, tilfinning um að Obama sé svona það sem maður myndi segja heil persóna og góður maður.
Hvernig hann plummar sig í embætti sem þessu þar sem verkefnin eru ærin það er sannarlega óskrifað blað.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það voru frábærar fréttir að hann skyldi sigra og það með svona miklum mun.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: jósep sigurðsson

sæl.síðan hvenar varð kynblendingur Þeldökkur?Veit ekki betur en annað foreldrið sé hvítt og hitt svart=múlatti.kv jobbi

jósep sigurðsson, 6.11.2008 kl. 19:19

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Skil hvað þú meinar.
Í fréttum hefur verið talað um Obama sem væri hann þeldökkur.
Upphaflega í þessari færslu notaði ég litaður en var þá bent á að nota þeldökkur?

Hvað varðar val á hugtökum sem lýsa útliti vill maður stíga varlega til jarðar og horfir kannski þess vegna til orðavals fréttamanna.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 19:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband