IMF lánið lífsspursmál, erfitt að rökræða við bjargvætti sína á ögurstundu

Lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er grunnur þess að íslendingar eigi sér viðreisnar von.

Um þetta eru flestir af færustu hagfræðingum bæði hér á landi  og erlendis sammála um.

Þegar þjóð er komin í þá aðstöðu að vera rúin öllu trausti á heimsvísu eins og íslenska þjóðin er núna er samningsréttur hennar lítill sem enginn.

Ráðamönnum þjóðar sem svona er komið fyrir stendur því hvorki til boða að setja mörg skilyrði eða gera kröfur ef því er að skipta.

Það er erfitt ef ekki vonlaust að ætla að rökræða við bjargvætti sína á ögurstundu.

Það er vissulega sárt fyrir sjálfsvirðingu stoltrar þjóðar að þurfa að bíta í það súra epli að einhver utanaðkomandi verði að koma henni til hjálpar með þessum hætti sem nú blasir við.

En flestir vilja fá áframhaldandi tækifæri til að lifa lífinu og það með eins sómasamlegum hætti og hugsast getur miðað við þessar erfiðu aðstæður.

Síðar kemur vonandi betri tíð og þá er hægt að byggja upp sjálfsvirðinguna á ný og öðlast fyrri reisn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Íslandi er skuldugasta land í heiminum.

Góðu heilli var Íslandi forðað frá því að fara í öryggisráðið og þá peninga má nota til uppbygginngar.

Sigurður Þórðarson, 7.11.2008 kl. 09:10

2 Smámynd: proletariat

Það er rétt að hagfræðingar eru sammála um að íslendingar verði að fá lán.

Hinsvegar hafa aldrei komið fram haldbær rök fyrir þessari skoðun. 

Sigurður bendir á að Ísland sé skuldugasta land í heimi, sem er væntanlega rétt.  Þetta bendir ekki til þess að okkur vanti lán heldur þurfum við að greiða þau niður. 

Vandamál okkar er ekki að okkur vanti lánsfé heldur að við höfum fengið of mikið af því.

proletariat, 7.11.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Thee

Nei takk við æmeff. Þeirra helsti tilgangur er að skuldsetja lönd upp að hársrótum og gera svo það sem þeim og þeirra sýnist. Betra er að stunda sjálfsþurftarbúskap í nokkur ár og rísa sjálfur upp heldur en að lenda í krumlunum á Alþjóða Gjaldþrotasjóðnum.

Thee, 7.11.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Agla

"Það er vissulega sárt fyrir sjálfsvirðingu stoltrar þjóðar að þurfa að bíta í það súra epli að einhver utanaðkomandi verði að koma henni til hjálpar með þessum hætti sem nú blasir við",

Er þetta ekki kjarni málsins?

Ríkisstjórnin bað um aðstoð IMT í umboði þjóðarinnar. Væntanlega vissu þeir hvers vegna þess þurfti og hvaða kvaðir myndu fylgja? 

Höfum við hugmynd um hvernig málin standa í þessu máli frekar en öðrum?

Agla, 7.11.2008 kl. 14:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband