Skipulagsverðlaunin 2008 veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15.00

Skipulagsverðlaunin 2008 verða veitt í dag á Alþjóðlega skipulagsdeginum 8. nóvember í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 3

Það er Skipulagsfræðingafélag Íslands sem veitir verðlaunin annað hvert ár, að þessu sinni í samvinnu við Skipulagsstofnun.

Markmið verðlaunanna er að hvetja til umræðu um skipulagsmál og vekja athygli á því besta sem er að gerast á sviði skipulags á hverjum tíma.


Skipulagsverðlaunin eru veitt fyrir framlag til skipulagsmála sem tilnefnt hefur verið af sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum, og á einhvern hátt hefur aukið umræðu og skilning á skipulagsmálum. Má þar nefna fyrirlestraraðir, íbúaþing, umfjöllun í fjölmiðlum, starfsemi íbúasamtaka, rannsóknir o.s.frv. sem eru tákn fyrir nýja hugsun,  þróa áfram íslenska skipulagshefð og er íbúunum og samfélagi þeirra til hagsbóta.

Ítarlegri upplýsingar um Skipulagsverðlaunin 2008 er að finna á vef Skipulagsfræðingafélags Íslands, www.skipulagsfraedi.is.

Saga Alþjóðlega Skipulagsdagsins

Fyrst var efnt til alþjóðlega skipulagsdagsins árið 1949 að frumkvæði Carlos Maria della Paolera, prófessors við Háskólann í Buenos Aires.  Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur í u.þ.b. 30 löndum víðsvegar um heim þar sem fagfélög og áhugamenn beina athyglinni að hlutverki skipulags í viðleitninni til að bæta umhverfi okkar og samfélag.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband