Stykkishólmur miðbær hlaut Skipulagsverðlunin 2008. Þrjár viðurkenningar voru einnig veittar.

Vinningshafar og hluti af dómnefndinni

Skipulagsverðlaun 2008 hlaut:

Stykkishólmur miðbær - deiliskipulag

Verðlaunin eru tileinkuð Stykkishólmsbæ fyrir stefnu og framfylgd á deiliskipulagi.

Í deiliskipulag miðbæjar Stykkishólms sem samþykkt var 31 október. 2003, er sett

fram sú megin stefna að styrkja gamla bæjarkjarnann, þétta byggðina, skilgreina

bæjarrými og með það að markmiði að bæta við það sem fyrir er fremur en að

gera gagngerar breytingar. Skipulagið er stefnulýsing bæjaryfirvalda um þann

menningararf sem fólgin er í gamla bæjarkjarnanum og yfirlýsing um að þau ætluðu

að standa vel að verki þegar að framkvæmdum kæmi.

 

Viðurkenningar hlutu:

Hjálmar Sveinsson, dagskrárgerðarmaður

Ríkisútvarpið hefur öðrum fjölmiðlum fremur haldið

uppi umfjöllun um skipulagsmál í seinni tíð. Má

þar einkum nefna þættina Spegilinn og Krossgötur.

 

Hjálmar Sveinsson tekur við verðlaunum sínum

Hjörleifur Stefánsson, arkitekt

Einn af þeim fræðimönnum sem unnið hafa hvað mest

starf að greiningu og mótun gamallar byggðar í seinni tíð

er Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Um þetta hefur hann

skrifað og ritstýrt nokkrum bókum um þau efni.

 

Myndlistaskólinn í Reykjavík

Í skólastarfi landsins hefur manngerðu umhverfi og mótun þess verið of lítið sinnt. Þó

hafa einstakir skólar og kennarar tekið slík verkefni fyrir og þá ekki síst sem hluta af

myndlistarkennslu. Myndlistaskólinn í Reykjavík hefur um langt árabil boðið upp á

listasmiðjur eða listbúðir fyrir börn og unglinga þar sem nemendurnir fræðast um hús

og borgir og móta síðan hugmyndir sínar í hinn fjölbreyttasta efnivið.

Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:

Tilnefndir af SFFÍ

Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsfræðingur SFFÍ, formaður

dómnefndar.

Trausti Valsson, skipulagsfræðingur SFFÍ.

Tilnefnd af AÍ:

Málfríður K. Kristiansen, arkitekt FAÍ.

Tilnefndur af FÍLA:

Björn Axelsson, landslagsarkitekt FÍLA.

Tilnefndur af VFÍ:

Þórarinn Hjaltason, verkfræðingur VFÍ.

Tilnefndur af Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga:

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður Skipulagsráðs Reykjavíkur.

Tilnefnd af Fulltrúaráði íbúasamtaka:

Kolbrún Baldursdóttir.

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband