Tvær hliðar á krónunni líka þeirri verðtryggðu

Það er áhugaverð grein í Fréttablaðinu í gær:

Lausn undan verðtryggingu,
og er eftir Skúla Helgason.

Þeir sem tala um að nú skuli afnema verðtrygginguna si svona ættu að lesa þessa grein.

Hún er sú fyrsta sem ég hef séð í langan tíma sem skýrir með einföldum hætti þetta verðtryggingarfyrirbæri og af hverju hún hefur ekki einfaldlega verið afnumin.

Afnám verðtryggingar hljómar vel í eyrum skuldara en myndi þýða tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustu.

Tap lánveitenda þar á meðal lífeyrissjóða sem geyma eignir almennings myndu verða ófyrirsjáanlegar.  Slík aðgerð myndi fela í sér nauðsyn þess að ríkið tæki enn frekari lán og auka þurfi skattheimtu, eins og Skúli bendir á.

Talað er um lausnir og ein þeirra felst í því að Ísland verði aðili að ESB og tæki upp evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af segir höfundurinn.

En að afnema verðtrygginguna í því þjóðfélagsástandi sem nú ríkir er bara ekki í boði.  Að strika hana út nú með einu pennastriki hér og nú er fullkomlega óraunhæft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt rétt og satt hjá Skúla en þetta er einfalda útskýringin og vörnin gegn því að afnema verðtrygginguna.  Það væri sanngjarnara að Skúli eða einhver annar útskýrði hvort forsendur útreiknings á verðtryggingunni væru sanngjarnar gagnvart almenningi.  Hvað á að hafa inn í vísitölum og hvað ekki?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 10:05

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er sammála en eg er einnig ósammála því að við eigum að borga verðtryggingu af froðu það er ýminduðum verðmætum þessvegna vil ég að verðtrygging næstu sex mánaða sé miðuð við meðalverbætur til dæmis síðasta árs. Það gengur ekki að við borgum verðbætur af peningum sem voru aldrei til og er verið að afskrifa hjá sumum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2008 kl. 10:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband