Ofurlaunum forstjóra lífeyrissjóðanna fylgir engin persónuleg ábyrgð

Það svíður að lesa um laun lífeyrissjóðaforstjóranna og vita að enginn þeirra hefur nokkurn tíman þurft að axla persónulega ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þeir hafa tekið á ferli sínum sem forstjórar.

Tap sjóðanna nemur tugum milljóna og sjóðirnir þurfa að skerða réttindi félaga sinna á næstu ári.

Það er auðvitað stór spurning hvort allir þeir sem þiggja slík laun ættu ekki að axla einhverja ábyrgð?

Kannski verður það eitt af þeim breytingum sem út úr þessu öllu kemur að tenging verði á milli launaupphæðar og ábyrgðar í starfi eins og tíðkast víða í nágrannalöndum okkar.

En lífeyrissjóðir eru nú að lækka laun stjórnenda og stjórnarmanna sbr. fréttir dagsins.

Launin hans Þorgeirs Eyjólfssonar mættu lækka verulega og hinna lífeyrissjóðaforstjóranna líka sem allir hafa haft um og yfir 20 milljónir í árslaun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég borga aldrei framar í lífeyrissjóð það er nokkuð víst.   Þeir gera ekkert við peningana nema að borga sér há laun.  Þeir hafa ekkert aðhafst til að halda uppi réttindum hins vinnandi manns.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð skrif Kolbrún mín og virkilega þörf umfjöllum.

Marta B Helgadóttir, 10.12.2008 kl. 22:00

3 identicon

Þú áttar þig á því Kolbrún, að hér á landi hefur aldrei verið menning þar sem ábyrgð er sundurgreind í persónulega og embættislega ábyrgð. Afleiðing þess er m.a. sú að þegar eitthvað gerist "á minni vakt" þá held ég ótrauður áfram að gera það sem ég gerði og segi eitthvað á þessa leið "ég vil fá að moka flórinn" og "ég verð að fá að hafa traust til þess" (ath. þolmyndina).

Aldrei hugsuð sú hugsun til enda að "stöðu minnar vegna" er ég rúinn trausti og ætti að leyfa e-m að moka, sem er óflekkaður af aðstæðum og getur notið "messíasartímabils" sem sérhver nýr starfsmaður hefur fyrst þegar hann tekur við vandastarfi.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Ég held "almennt"að fólk geri sér enga grein fyrir því sem er í gangi í lífeyrisjóðunum, ég skrifaði grein um fjárfestingar og tap Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem skoða má á blogginu mínu http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/ sjokkerandi í meira lagi, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag vegna þessa enda ekki vanþörf á að skoða þessi mál ofan í kjölin. forkálfar lífeyrissjóðanna hafa gefið út lækkun launa æðstu stjórnenda um 10% sem er hrein og klár móðgun við vinnandi og óvinnandi fólk á Íslandi.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 10.12.2008 kl. 23:40

5 identicon

Kolbrún, manstu þegar bankarstjórar voru spurðir út í ofurlaunin sín? þá svöruðu þeir: "þeir hafa svo mikla ábyrgð" hvar er sú ábyrgð? Þettakið er nákvæmlega sama batteríið og skítalyktin af þessu angar yfir allt landið.

Ábyrgð yfir efnahag landsins? sumum var borgað nokkuð hundruð milljónir bara fyrir að þiggja starfið í einum bankanum.  Svo gerðust sumir forstjórar í fáeina mánuði og var svo borgað nokkuð hundruð milljónir bara til þess að hætta og svo fór fyrirtækið í þrot. Fín ábyrgð þetta ha?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Hlédís

Tap lífeyissjóðanna nemur heldur betur meiru en tugum milljóna, Kolbrún! Jafnvel þó mælieiningin væri USA-dollar. Almenna Lífeyrirsjóðnum (hjá Glitni) tókst að tapa 22% af sjóðnum sem ætlaður er til greiðslu ellilífeyris allra sjóðfélaga út ævina! Þarna er um talsvert marga milljarða að ræða.

Hlédís, 11.12.2008 kl. 08:09

7 Smámynd: corvus corax

Ég skora á alla Íslendinga að greiða ekki af neinum lánum hjá Íbúðalánasjóði eða bönkunum og harðneita að borga í lífeyrissjóði þar sem glæpaforstjórarnir stela lífeyrinum okkar þ.e.a.s. ef þeir tapa honum ekki áður í fjárhættuspili. Það þarf að setja lög sem banna lífeyrissjóðum að fjárfesta í öðru en ríkistryggðum pappírum OG ENGU ÖÐRU!

corvus corax, 11.12.2008 kl. 16:23

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir þennan pistil Kolbrún. Ég er hjartanlega sammála þér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:55

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Tapið er nú aldeilis meira en tugir milljóna. Var sjálfur að fjalla lítillega um þetta í gær á blogginu mínu. En sammála þér er ég.

Bergur Thorberg, 11.12.2008 kl. 18:21

10 Smámynd: Sævar Helgason

"Tap sjóðanna nemur tugum milljóna og sjóðirnir þurfa að skerða réttindi félaga sinna á næstu ári."

Samkvæmt því sem Gunnar Tómasson , hagfæðingur (í BNA ) upplýsir á Eyjusíðunni hans Egils  ,þá er tap lífeyrissjóðanna í kjölfar bankahrunsins um 200 milljarðar ísl.kr. hér innanlands og um 200 milljarðar ísl.kr. erlendis. Þetta þýðir að tap lífeyrissjóðanna er um 25% af heildareign þeirra.  Þetta byggir Gunnar Tómasson á nýjum gögnum m.a. frá Seðlabanka Íslands.   Þessi tala 25 % tap hefur flogið fyrir áður en óstaðfest.  Hvort þetta þýði að skerða verði lífeyirsgreiðslur nú um áramótin um 25 % er ekki ennþá óupplýst- en líklegt.  Og svo spyr maður um ábyrgð þessara ofurlaunuðu stjóra þessara sjóða  - sumir með 30 milljónir í árslaun.  Sennilega er það eins og annað í öllu stjórnkerfi þessa lands- hver vísar á annan- enginn ber ábyrgð- nema almenningur- hann skal borga.

Sævar Helgason, 11.12.2008 kl. 21:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband