Börnin sem kvíđa jólunum, prófum ađ setja okkur í ţeirra spor

Margir fullorđnir muna vel eftir ţeirri notalegu tilfinningu ţegar ţeir voru börn ađ hlakka til jólana.

Ákveđinn hópur barna hlakkar hins vegar ekki til jólanna heldur kvíđir ţeim.  Jólin eru samt sem áđur fyrst og fremst ţeirra hátíđ. 

Ţau sem kvíđa jólunum  eru börn ţeirra foreldra sem eiga viđ alvarleg vandamál ađ stríđa.

Vandamálin geta veriđ af ýmsum toga og langar mig sérstaklega ađ tala hér um börn foreldra sem hafa litla eđa enga stjórn á áfengisneyslu sinni.

Um jól drekka ţeir foreldrar sem hafa misst tök á drykkju sinni jafnvel meira en ella ţar sem ýmsar uppákomur tengdar áfengi eru tíđari.

Sjúkdómurinn alkóhólismi í sinni verstu mynd spyr ekki hvađa dagur er, hvort ţađ eru jól eđa páskar.  

Ástand foreldris sem á viđ drykkjuvanda ađ stríđa og ađstćđur sem ţađ skapar veldur ţví ađ dýrđarljómi hátíđarinnar fćr á sig gráan blć og tilhlökkunin verđur kvíđablandin.

Börnin sem kvíđa nú jólunum vegna drykkjuvanda foreldris eru farin ađ hugsa um hvernig ástandiđ verđi heima um ţessi jól. Sum ţeirra hafa lifađ mörg jól ţar sem drykkja foreldris hefur sett svartan blett á hátíđina og nú óttast ţau ađ ástandiđ verđi eins um ţessi  jól.

Ţau biđja og vona innra međ sér ađ allt verđi í lagi enda ţótt reynslan hafi e.t.v. kennt ţeim ađ varast ber ađ hafa nokkrar vćntingar ţegar áfengi er annars vegar.

Ţau velta einnig vöngum yfir ţví hvort ţađ sé eitthvađ sem ţau geti gert til ađ mamma eđa pabbi drekki ekki ótćpilega á ađfangadagskvöld eđa á öđrum dögum jólahátíđarinnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

sorglegt. Eins heyri ég frá vinkonu minni sem starfar í grunnskóla ađ hún sjái langar leiđir vanlíđan barna sem eru skilnađarbörn og kvíđa jólunum. Greyin.

SM, 21.12.2008 kl. 11:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband