Fréttablaðið hefur staðið vaktina. Íslenska krónan - in memoriam, grein sem er þess virði að lesa

Fréttablaðið hefur staðið vaktina síðustu tvo daga.  Í blaðinu í dag er grein eftir Benedikt Jóhannesson, framkvæmdarstjóra ráðgjafarfyrirtækisins Talnakönnunar og Útgáfufélagsins Heims.
Greinin ber heitið Íslenska krónan - in memoriam.

Eins og menn vita eflaust þá er Benedikt tengdur Sjálfstæðisflokknum og hefur verið lengi.
En fyrst og fremst er hann hugsandi maður sem auk þess, vegna sérfræðiþekkingar sinnar á þessu sviði, er vert að hlusta á.
Hér er um að ræða minningargrein um krónuna þar sem viðfangsefnið er enn á líknardeild eins og Benedikt orðar það sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú gleymir að segja frá því að Benedikt kenndi krónunni sjálfri ekki um hvernig komið er heldur lélegri hagstjórn. Annar góður maður Páll Skúlason fyrrverndi rektor HÍ sagði hjá Evu Maríu í kvöld að stjórnmálamenn sem litið hefðu undan væeru sekir um "landráð af gáleysi" en landráð engu að síður, því ekki væri hægt að skjóta sér undan ábyrg og bera fyrir andvaraleysi eins og hann orðaði það.   Hvað segir þú um þetta Kolbrún Baldursdóttir?

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég gleymdi engu Sigurður minn, ætla ekki að endursegja greinina hér heldur benda á hana því mér fannst hún góð.

Kolbrún Baldursdóttir, 28.12.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Benedikt er óvenju glöggur maður, eins og hann á ætt til, og ég tek meira mark á honum en flestum öðrum. Greinin var frábær og ég var í sjáfum sér sammála öllu nema niðurstöðunni um ESB.  En ég skil sjónarmið hans og vissulega er vandamálið gríðarlega mikið næstu áratugina við að greiða skuldir og skera niður. Núna verðum við að leita allra lausna.

Sigurður Þórðarson, 29.12.2008 kl. 09:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband