Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Það fóru ekki allir á fyllerí
9.1.2009 | 10:03
Það er ekki rétt þegar sagt er að öll þjóðin hafi farið á neyslufyllerí og þá er átt við að hafa eytt um efni fram, tekið mörg og stór lán og fengið yfirdrætti eða með öðrum hætti hagað sér með óábyrgum hætti í fjármálum.
Þetta gerðu margir en ekki allir. Hópur Íslendinga tók að engu leyti þátt í þessu heldur lifði lifi sínu af hógværð og skynsemi. Sem dæmi má nefna marga sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir sem lærði í sínum uppvexti að fara vel með peninga.
Þetta fólk hefur í engu breytt sínum lífsstíl undanfarin ár. Það hélt áfram að vinna sína vinnu, borga sína reikninga, veita sér hluti og munað eftir því sem fjárráð leyfðu hverju sinni.
Þetta er fólkið sem vildi eiga fyrir því sem það keypti.
Margir af þessum einstaklingum settu það í forgang að leggja fé til hliðar til efri áranna. Það er einmitt þetta sparifé sem nú er tapað en eins og kunnugt er voru margir hvattir til að geyma fé sitt í peningamarkaðssjóðum gömlu bankanna og þeim talin trú um að áhættan væri engin. Nú er allt að þriðjungur sparifjárins fólkinu líklegast með öllu tapaður.
Í þessum hópi fólks sem ekki voru þátttakendur í ruglinu er einnig ungt fólk sem ætlaði ekki að drekkja sér strax í skuldaklafa og hagaði lífi sínu samkvæmt því.
Þess vegna er það hvorki rétt né sanngjarnt að segja að ÞJÓÐIN, allir sem einn, hafi misst sig í neyslugleðinni þegar verið er að tala um það fólk sem skuldsetti sig langt umfram greiðslugetu eða þá sem tóku stórar áhættur á hlutabréfamarkaði í því skyni að ætla að græða.
Flokkur: Peningamál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Af mbl.is
Nýjustu færslurnar
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
- Karlmannatíska : RALPH LAUREN Polo Holiday 2024
- Hérna eru gamlar TÆKNITEIKNINGNAR af HINU NÝJA GOSI sem að er nú NÝ HAFIÐ: 20.NÓVEMBER 2024 en beðið er eftir NÝJUSTU TÆKNITEIKNINGUNUM:
- Úr munni hestsins
- Erfiðið út í buskann
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- Það gýs á tveimur stöðum af ólíkum ástæðum
Athugasemdir
Þetta er allt saman satt og rétt Kolbrún mín. En sagði ekki Ingibjörg Sólrún að við værum ekki þjóðin?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:44
Gallin við al-orðin eru þau að þau verða einskonar yfirbreiðsla og hulinshjálmur sem fela fleira en fela á. Dæmi:
Þú tekur ALdrei til eftir þig. Þú ert ALtaf með ALlt á hornum þér. Þetta er ALgerlega út í hött hjá þér.
Þegar stjórnmálamenn segja að ALþjóð hafi verið á neyslufyllerí og að ALþjóðleg bankakreppa hafi skollið á sem ekki hafi verið hægt að verjast, af því að hún var ALgerlega ekki fyrirsjáanleg, þá er einmitt maðkur í mysunni. "Ekki benda' á mig ..." söng Bubbi og nú með kór ríkisstjórnar sem bakraddir.
Eins og hjá hjónum sem nota al-orðin til að koma sök af sér og á makann. Hvað köllum við svona í sálfræðinni og sálgæslunni?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 22:35
Það er tilhneiging hjá okkur flestum að alhæfa í því skyni oftast nær til að leggja áherslu á orð okkar. Þetta höfum við allflest okkar einhvern tímann gert á ævinni og þykir í sjálfu sér svona almennt séð saklaust en fer auðvitað eftir því hvert málefnið er.
Í stað þess að segja margir, sumir eða nokkrir finnst okkur mörgum (best að alhæfa nú ekki) auðveldara að segja allir.
Til dæmis held ég að óhætt sé að segja að þjóðin öll fari ekki varhluta af þrengingum nú sem er afleiðing krísunnar eða kreppunnar sem við köllum.
En að allir skyldu eiga þátt í að svona er komið er einfaldlega ekki rétt og í raun enginn vandi að sýna fram á það. En þolendur erum við öll með beinum eða óbeinum hætti og klárlega að mestu með beinum hætti sbr. lán hafa hækkað og matur svo ekki sé minnst á að margir hafa misst og er um það bil að missa vinnuna.
Varðandi hin opinberu mótmæli þá finnst mér að þeir sem taka til máls séu fyrst og fremst að tala fyrir sína hönd nema þeir hafi umboð til annars. Ef boðað er til mótmælafundar úti eða inni til að mótmæla einhverju sérstöku málefni eða manneskju þá finnst mér að þeir sem mæta þangað séu í raun að taka þátt í efni mótmælanna. Taki einhver til máls getur hann eiginlega alveg sagst vera að tala fyrir hönd hópsins sem þarna stendur. En það nær varla mikið lengra en það nema hann hafi sérstakt umboð frá þeim sem ekki eru þarna staddir.
Þetta er svona eins og ég sé það.
Fyrst þú spyrð um sálfræðina Carlos dettur mér í hug þessi þekktu skólabókardæmi sem tekin eru t.d. þegar þú lest um alhæfingar í sambandi við fordóma.
Ítalir eru svo blóðheitir, Norðmenn svo aðhaldssamir og Skotar svo drykkfelldir. Þetta eru svona þekkt dæmi sem myndast hafa um alhæfingar frá fáum, þess vegna mörgum yfir á heila þjóð.
Já og eitt frægt dæmi er að Ameríkanar séu með stóran rass
Kolbrún Baldursdóttir, 10.1.2009 kl. 10:06