Mótmælum ofbeldi hvort heldur á Austurvelli eða inn á heimilum

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt.

Öll tjáning og samskipti geta komist til skila án þess að beita þurfi ofbeldi að nokkru tagi.

Sá sem beitir ofbeldi fær hvorki hlustun né skilning á málstað sinn.
Hann hefur með ofbeldishegðun sinni dregið athyglina frá málstaðnum yfir á ofbeldið.

Hlúum að og virðum rétt okkar til að mótmæla. Ofbeldisseggir á mótmælafundum skemma fyrir öllum hinum sem vilja koma viðhorfum sínum og skoðunum á framfæri.

Ofbeldi á heimilum.
Heimilisofbeldi er vandamál sem fer gjarnan leynt. Því fylgir skömm fyrir alla sem málið varðar.

Heimilisofbeldi getur birst í ýmsum myndum:
-líkamlegt ofbeldi
-andlegt ofbeldi
-kynferðislegt ofbeldi

Enda þótt karlar séu ekki þeir einu sem beita ofbeldi stendur þeim til boða sérmeðferð sem ber yfirskriftina KARLAR TIL ÁBYRGÐAR

Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum.

Upplýsingar og viðtalsbeiðnir eru í síma 555-3020


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér skilst eftir bókum sem ég hef lesið að það sé alveg jafn algengt, ef ekki algengara, að mæður beiti börn sín líkamlegu og andlegu ofbeldi eins og feður, en reyndar ekki kynferðislegu ofbeldi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.1.2009 kl. 14:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband