Mikil ađsókn á fund í Breiđholtsskóla vegna umrćđunnar um kynferđisofbeldi gegn börnum

brp1270252.jpgŢađ var mikil ađsókn á fundinn í Breiđholtsskóla í gćrkvöldi en hann fjallađi um  hvernig viđ getum kennt börnum okkar ađ varast kynferđisafbrotamenn. Fyrir ţessum viđburđi stóđ foreldrafélag skólans.

Lögreglan reiđ á vađiđ og fór yfir sínar vinnureglur. Hún hvatti fólk til ađ hafa samband yrđi ţađ vart viđ einhvern einstakling í hverfinu sem viđhefđi grunsamlegt athćfi.

Ţađ var mér mikil ánćgja ađ vera beđin um ađ halda fyrirlestur ţarna og fór í stórum dráttum yfir međ hvađa hćtti skólinn og foreldrar gćtu sameinast um ađ rćđa viđ börnin um ţessi mál. Einnig ađ ţau börn sem ekki hefđu fengiđ nćga og viđeigandi frćđslu vćru í hvađ mestri áhćttu. Fariđ var yfir hver vćru helstu grunnhugtök frćđslunnar og hvađa lesefni vćri fáanlegt os.sfrv.

Í mínu innleggi lagđi ég áherslu á ađ skólinn og foreldrar vinni ţetta saman. Ćtli skólinn ađ bjóđa upp á frćđslu er mikilvćgt ađ foreldrar séu búnir ađ kynna sér hana og viti hvenćr hún fer fram. Međ ţeim hćtti geta foreldrar fylgt umrćđunni eftir á heimilunum og svarađ spurningum sem upp kunna ađ koma í kjölfariđ.

Fram kom jafnframt ađ forvarnir í formi fjölbreytilegrar frćđslu sem byrja snemma gera börnin hćfari í ađ lesa umhverfiđ, meta ađstćđur og greina muninn á atferli sem telst rétt og eđlilegt og hvenćr ţađ er ósiđlegt og ólöglegt. Sterkt innra varnarkerfi er ein besta vörnin sem völ er á gegn ytri vá sem ţessari.

Kynferđisofbeldi á sér stađ á ólíklegustu stöđum s.s. á heimilum, á heimili ćttingja og vina fjölskyldunnar, dćmi er um tilfelli á heimilum vina barna, í hverfinu og í sundlaugum.

Fundinum lauk međ ţví ađ Sigríđur Björnsdóttir frá samtökunum Blátt Áfram sagđi gestum frá sinni reynslu en hún var um árabil ţolandi kynferđislegs ofbeldis á heimili.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband