Mikil aðsókn á fund í Breiðholtsskóla vegna umræðunnar um kynferðisofbeldi gegn börnum

brp1270252.jpgÞað var mikil aðsókn á fundinn í Breiðholtsskóla í gærkvöldi en hann fjallaði um  hvernig við getum kennt börnum okkar að varast kynferðisafbrotamenn. Fyrir þessum viðburði stóð foreldrafélag skólans.

Lögreglan reið á vaðið og fór yfir sínar vinnureglur. Hún hvatti fólk til að hafa samband yrði það vart við einhvern einstakling í hverfinu sem viðhefði grunsamlegt athæfi.

Það var mér mikil ánægja að vera beðin um að halda fyrirlestur þarna og fór í stórum dráttum yfir með hvaða hætti skólinn og foreldrar gætu sameinast um að ræða við börnin um þessi mál. Einnig að þau börn sem ekki hefðu fengið næga og viðeigandi fræðslu væru í hvað mestri áhættu. Farið var yfir hver væru helstu grunnhugtök fræðslunnar og hvaða lesefni væri fáanlegt os.sfrv.

Í mínu innleggi lagði ég áherslu á að skólinn og foreldrar vinni þetta saman. Ætli skólinn að bjóða upp á fræðslu er mikilvægt að foreldrar séu búnir að kynna sér hana og viti hvenær hún fer fram. Með þeim hætti geta foreldrar fylgt umræðunni eftir á heimilunum og svarað spurningum sem upp kunna að koma í kjölfarið.

Fram kom jafnframt að forvarnir í formi fjölbreytilegrar fræðslu sem byrja snemma gera börnin hæfari í að lesa umhverfið, meta aðstæður og greina muninn á atferli sem telst rétt og eðlilegt og hvenær það er ósiðlegt og ólöglegt. Sterkt innra varnarkerfi er ein besta vörnin sem völ er á gegn ytri vá sem þessari.

Kynferðisofbeldi á sér stað á ólíklegustu stöðum s.s. á heimilum, á heimili ættingja og vina fjölskyldunnar, dæmi er um tilfelli á heimilum vina barna, í hverfinu og í sundlaugum.

Fundinum lauk með því að Sigríður Björnsdóttir frá samtökunum Blátt Áfram sagði gestum frá sinni reynslu en hún var um árabil þolandi kynferðislegs ofbeldis á heimili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband