Framsókn bæði misskilur og misnotar stöðu sína.

Það kemur kannski ekki á óvart að það sem Framsókn bauð í upphafi hefur nú tekið á sig nýjar og flóknari myndir.

Framsókn bauð fram stuðning sinn við þessa minnihlutastjórn til þess að verja hana falli. Í tilboðinu vildi Framsókn að lögð yrði áherslu á: stjórnlagaþing, aukna aðstoð við heimilin og kosningar sem fyrst. 

Þetta er nú þegar komið inn í málefnasamninginn en þá hefur Framsókn bætt við kröfum og heimtar nú að stinga puttunum í fleiri mál. 

Stóð það til að þeir myndu eiga að leggja blessun sína yfir allt sem þessi stjórn hygðist ætla að gera?

Ef svo er hef ég alla vega misskilið tilboð Framsóknar frá upphafi.

Við þetta má bæta þeirri hugsun að þeir gætu allt eins verið aðilar að þessu ríkisstjórnarsamstarfi þar sem þeir ætla hvort eð er að vera með nefið ofan í öllum málum.

Ef Framsókn ætlar að halda áfram að vera þessi hindrun og breyta leikreglunum svona eftir hendinni trúi ég að þeir ríði ekki feitum hesti frá kosningunum í vor.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við ekki sammála Kolbrún/auðvitað er betra að hafa þetta svona eins og Framsókn gerir,að hafa allt eins og þeir sætta sig við til að þurfa ekki að fella stjórnina þegar  a´hólmin er komið,mjög svo góður leikur á stöðunni,Annars hefði verið borið upp vanraust og Stjórninn fallin/því miður verður þetta sennileg fyrir okkur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.1.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta er ekki allskostar rétt hjá þér. Það voru sett fram 4 skýr skilyrði. Í stjórnarsáttmálanum voru einingis 2 af 4. Þetta er verið að laga.

Ég er þess fullviss að þessi töf er minnihlutasrjórn VG og Samfylkingarinnar í hag.

Þá er það sem í gangi er núna fullkomlega sambærilegt og gengur og gerist á Norðurlöndunum í nákvæmlega sömu stöðu minnihlutastjórnar. Gengið frá skilyrðum fyrir að verja falli fyrst - síðan mynduð ríkisstjórn. Ef upp koma ný mál - þá er samið um framgang hvers og eins máls.

Framsókn vinnur að hag þjóðarinnar, VG og Samfylkingar!

Hallur Magnússon, 31.1.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það ætla ég að vona Hallur, tíminn er ekki að vinna með okkur. Fólkið í landinu þarfnast þess að hugað sé að þeirra málum. Ekkert gerist í þeim efnum ef landið er án ríkisstjórnar.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 11:37

4 identicon

Sæl Kolbrún.

Svona örlítið til hliðar við þetta blogg þitt. Í stjórnmálunum eru tilkallaðir til hagfræðingar af öllum gerðum. Eftir að hafa ferðast um í bloggheimum að undanförnu langar mig til að spyrja þig. Eru til þjóðarsálfræðingar? Mér virðist verkefnin ærin. 

Jón Tynes (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Góð spurning Jón, nei þetta hugtak er ekki til (ennþá) innan sálfræðigeirans en ætli félags,- og atferlissálfræðingar komist ekki næst því. Þeir skoða og rannsaka atferli fólks og ef einhversstaðar er góður vettvangur til að rannsaka viðhorf (viðhorfabreytingar), framkomu og atferli manna þá er það í hópi stjórnmálamanna. Þess vegna er pólitíkin svo skemmtileg.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 15:40

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það mætti halda að Sigmundur Davíð hafi lesið blogg í dag. Alla vega aðeins annar tónn í honum í kvöld en í morgun.

Um tíma leit út fyrir að Framsókn hygðist ætla að leika sér að því að setja stein í götu myndun ríkisstjórnar til að sýna völd sín í þessu tilboði.

Þjóð án ríkisstjórnar er skelfileg hugsun. 

Drífum þetta af og hendum okkur svo í kosningar sem fyrst.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 20:19

7 Smámynd: DanTh

 Sæl Kolbrún.

Framsóknarmenn buðust til þess að ábyrgjast þá neyðarstjórn sem nú á að koma á.  Það er því alveg eðlilegt að þeir vilji vita hvað þeir eru að fara að styðja (ábyrgjast).

Það eru alltaf spekúlantar að lesa í hina pólitísku stöðu og vísa í söguna um að þetta eða hitt sé ekki samkvæmt hefð.  Ef hefðin á að ráða gangi sögunnar þá kæmumst við líklega ekkert áfram. 

Mér finnst Sigmundur Davíð vera að stimpla sig inn sem kröfuharðan en þó mildan pólitíkus.  Hann vill sýna að hann sé maður orða sinna og vill því væntanlega ekki þurfa að standa uppi með ábyrgð á vanefndum þeirra sem hann kýs að styðja.   

DanTh, 31.1.2009 kl. 20:51

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég tek alveg undir þetta Daníel, held að það sé gæfa Framsóknar að fá Sigmund í forsvar.  Skil vel að hann vilji sýna að hann og Framsókn með honum i fararbroddi sé trúverðugur flokkur.

En fara þarf varlega með valdið og missa ekki sjónar á heildarmyndinni.

Í morgun óttaðist ég að Framsókn ætlaði að misnota stöðu sína.
Er bjartsýnni nú að svo verði ekki raunin.

Kolbrún Baldursdóttir, 31.1.2009 kl. 21:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband