Fannst látin í Kapelluhrauni og var búsett í Breiðholti

Kona fannst látin í dúfnakofa í Kapelluhrauni í gær.
Það hefur verið óskemmtilegt að koma þarna að svo mikið er víst.

Málið er allt hið dapurlegasta. Lítið er vitað en talið er að konan hafi ofkælst.

Það vekur athygli að sérstaklega er tekið fram að maðurinn, sambýlismaður konunar, liggi undir grun og að þau hafi verið búsett í Breiðholti.

Það blasir ekki við, alla vega ekki fyrir mér,  hvað búseta fólksins skiptir máli í þessu fréttaflutningssamhengi.

Eftir því hefur hins vegar verið tekið að fjölmiðlar nefna gjarnan Breiðholtið, komi hverfið við sögu þegar fluttar eru fréttir um málefni sem með einhverjum hætti tengjast glæpsamlegu athæfi.

Þetta hafa Breiðhyltingar margsinnis tekið eftir og tjáð sig um ítrekað.

 Hlúa þarf að ímynd Breiðholtsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er alveg óþolandi viðhorf hjá fjölmiðlum.  Ég hef aldrei orðið vör við að það sé tíundað ef fólk er úr Grafarvoginum eða Árbænum, já eða úr Þingholtunum. 

Sigrún P. (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 19:49

2 identicon

Og svo var líka sérstaklega tekið fram að um Íslendinga væri að ræða, eins og það skipti einhverju máli, er fréttin hryllilegri fyrir vikið, hefði verið betra ef þetta hefðu verið útlendingar, var ekki um fólk að ræða eða hvað..............

Jónína (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 20:36

3 identicon

Já það er einkennileg þessi árátta. Fullorðnast fréttamenn aldrei?

Helgi K (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 21:38

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er mjög þörf ábending um að búseta fólks sem lögregla hefur afskipti af, skuli vera tíunduð með þessum hætti.

Afskaplega sorglegt mál í alla staði og votta ég aðstandendum þessa fólks, mína innilegustu samúð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.2.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hafði ekki tekið eftir því, en þetta er rosalega skrítið. Hef reyndar oft heyrt um að Breiðholtið sé skelfilegt hverfi - en einhvernveginn trúi ég því ekki.
Það býr alveg örugglega hellingur af góðu fólki þar!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.2.2009 kl. 01:29

7 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Vitlaus ertu Tryggvi. Ég er búsettur í Fannarfelli 4, og þar býr yndælis fólk. Við keyptum af Félagsbústöðum á góðum kjörum, eins og margir á þeim tíma. Hvort einhverjir hafi verið skjólstæðingar Félagsbústaða áður, er bara gott mál. Ég var það ekki. Sá auglýsingu á netinu.

Hér hafa ekki verið óeirðir af neinu tagi. Ekkert í líkingu við 101 Reykjavík.

Fyrsta árið var ófriður af íslenskum íbúum hér, en núna eru hér aðalega pólskt fólk, mikið sómafólk. Aldrei partý, aldrei ónæði að kvöldi eða nótt. Aldrei músik frameftir. Gott fólk.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 7.2.2009 kl. 17:04

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað má Tryggvi hafa sinar skoðanir /en að standa við þær i dag er erfitt hjá honum blessuðum,maður hefur búið her i Fellunum frá þvi 1976 og haft það mjög gott,ekki orðið var við geta sem hann segir þarna/en þetta hefur verið leiður vani hjá lögreglu og blaðmönnum að alhæfa svona /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.2.2009 kl. 17:56

9 identicon

Já, rétt er það....Tryggvi má hafa sína skoðun.....en það eru einmitt....því miður, skoðanir eins og hans sem halda neikvæðri umræðu á Efra-Breiðholti gangandi.  Ég vil endilega sjá hann færa rök fyrir fullyrðingu sinni um að 111 hverfið sé til vandræða í borginni....og einnig það að þar búi margir útlendingar.....hverjir eru ókostirnir við það?

Ég vona að hann verði aldrei útlendingur í öðru landi....greyjið.

Ég elska Fellahverfið....hef búið þar síðan '92, get ekki farið héðan vegna þess að ekkert annað hverfi uppfyllir þann standard sem ég er vön héðan, stutt í allt og hér er þverskurður mannlífsins og það er það sem ég vil að börnin mín kynnist og alist upp við.... til að þau verði eins hæfir einstaklingar og frekast er unnt.

Kærleikskveðja til ykkar allra.

Þórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 19:08

10 identicon

Held einmitt að það sé augljóst að þetta var fólk úr æsufellinu. Það er alltaf úr æsufellinu þegar það er eitthvað svona vesen.

Vignir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 21:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband