Frambjóðendur birti yfirlit yfir fjármál sín

Ég vil taka undir með Sigríði Andersen um mikilvægi þess að frambjóðendur, þeir sem eru að sækjast eftir umboði til að starfa á Alþingi, upplýsi kjósendur um fjármálastöðu sína. Þetta er að sjálfsögðu aðeins í ljósi undangenginna atburða, og umræðu um fjárhagsleg tengsl og hagsmuni kjörinna fulltrúa. Þetta hefur Sigríður nú sjálf gert.

 Það kemur ekki á óvart þótt einhverjir fleiri frambjóðendur vilji í núverandi ástandi sýna fram á að þeir hafi allt sitt á hreinu hvað þessi mál varðar. Mér finnst það heldur ekki óeðlilegt að kjósendur vilji vita einmitt þennan bakgrunn frambjóðenda áður en þeir ákveði endanlega hvernig þeir vilja verja atkvæðum sínum. 

Ég vil þess vegna hvetja frambjóðendur til að fylgja í fótspor Sigríðar Andersen. Það hyggst ég gera sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband