Nú erum við komin með norskan seðlabankastjóra

Það er margt sem íslendingar þurfa að aðlagast þessa dagana. Fæstir hafa undan því að meðtaka hvað þá skilja þær öru breytingar sem eiga sér stað frá einum degi til dags.

Nú erum við komin með útlendan seðlabankastjóra og hvað segja lögin við því?

Eins og svo oft í flóknum málum og málum sem engin fordæmi eru fyrir er spurning með hvernig túlka beri lögin. Þannig er því farið með þennan seðlabankastjóra og ráðningu hans í embættið en um er að ræða mann sem er ekki íslenskur ríkisborgari.

Sigurður Líndal spyr hvort hægt sé að setja hann því ekki sé hægt að skipa hann. Við fyrstu sýn telur hann að það sama eigi að gilda um skipun og setningu.

En það er við fyrstu sýn, hvað kemur svo í ljós þegar farið er að rýna í lögin er ómögulegt að vita. 

Ég vil bjóða þessum nýja seðlabankastjóra velkominn til starfa og vona að hann beri gæfu til að gera góða hluti í þágu íslensku þjóðarinnar á meðan hann er við störf í Seðlabankanum.

Ég vil einnig þakka fráfarandi seðlabankastjórum fyrir sín störf og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Kolbrún, mér finnst það satt að segja drepfyndið... þó það sé jafnframt háalvarlegt mál... að einhver erindreki Sosialistik Venstre sé orðinn seðlabankastjóri.

Átti ekki að ráða ópólitískan bankastjóra? Nei, nei, Steingrímur snakker bare med Kristin Halvorsen og hún reddar bankastjóranum. Svo segist fólk hafa leitað víða en segir frá því um leið Grímsi hafi rætt þetta við Stínu norsku í janúar. Halló!

Emil Örn Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já eflaust má sjá eitt og annað skondið við þetta allt. Gott að halda í húmorinn. Þetta er eflaust hinn hæfasti maður, það efast ég ekki um

Kolbrún Baldursdóttir, 27.2.2009 kl. 17:29

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Og svo eru Norðmenn komnir með íslenskan seðlabankastjóra, þ.e. Ingimund Friðriksson

Mér skilst að þessi norski hafi verið fluttur til landsins s.l. mánudag og síðan falinn einhvers staðar þar til hægt var að nota hann.

Ágúst H Bjarnason, 27.2.2009 kl. 17:42

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hlýlegur pistill Kolbrún

Finnur Bárðarson, 27.2.2009 kl. 18:18

5 identicon

Þetta er bara hið besta mál.  Ef kallinn kann allt þetta sem haldið er fram.  Kanski skilur hann eftir vísdómsspor hér??.  Norðmaður í neyð setur okkur á skeið.  Svo hvort sem er ræður IMF ferðinni þessa dagana.

itg (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Skiptir ekki máli hvaðan gott kemur, ef hann bjargar krónunni minni, og kemur okkur á rétta braut, þá er ég sáttur.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 27.2.2009 kl. 22:20

7 identicon

Íslenskir pólitíkusar eru ekkert óvanir lagabrotum.

Vonandi kann hann sitt fag og vinnur vel, ekki veitir af.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:45

8 identicon

Ég hef ekki alltaf verið sammála Sigurði Líndal, prófessor, en hér skil ég hann. Settur eða skipaður maður gegnir þó starfinu. Það er aðalatriðið og ég held að stjórnarskrá okkar þýði þetta. Ergo: Ólöglegt.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 00:47

9 identicon

var ekki líka stórnaskrár brot að ekki væri hægt að lögsækja bankanna eftir hrun svo dabbi skal líta í eigin barm

bpm (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 11:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband