Starfshættir á Alþingi og viðmót þingmanna í þingsal

Á mánudaginn ætla ég að hitta hana Ragnhildi Helgadóttur, fyrrv. alþingismann og ráðherra og taka upp viðtal við hana um starfshætti Alþingis og hvernig henni lítist á framkomu og viðmót þingmanna í þingsal.

Karp, þras og gagnkvæmar ásakanir hafa verið talsvert áberandi á þinginu að undanförnu og langar mig að spyrja Ragnhildi hvað henni finnst um það og hvort þetta hafi verið svipað þegar hún var á þingi.

Eins langar mig að heyra hennar skoðun á breytingum um þingsköp sem tóku gildi á síðasta ári þar á meðal nýjum reglum um ræðutíma.

 Þátturinn verður sýndur á ÍNN á mánudagskvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thetta finnst mér sérlega brýnt og áhugavert efni. Er nokkur möguleiki ad sjá thennan thátt á veraldarvefnum? Ég bý erlendis.

S.H. (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þættina má sjá á www.inntv.is, fara undir Horfa á þætti og svo í
Í nærveru sálar. Þeir koma inn á Netið nokkrum dögum eftir að þeir eru sýndir.

Bestu kveðjur
KB

Kolbrún Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 23:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband