Í KALLFÆRI á ÍNN. Þátturinn endursýndur um helgina 7. og 8. mars

litil_moa_image001_806500.jpg

Jón Kristinn Snæhólm bauð mér að setjast hinum megin við borðið á ÍNN og vera viðmælandi sinn. Það var sérkennileg tilfinning enda á þeirri góðu sjónvarpsstöð þekki ég einungis hitt hlutverkið þ.e. að vera í hlutverki spyrils.

Við förum í gegnum helstu þjóðmálin í kvöld, hann spyr og ég svara:

Skuldir heimilanna, atvinnuleysið, peningastefnan, krónan og hvað mér finnst um aðild að ESB. Einnig hvaða málaflokkur ég vil helst tengja mig við starfaði ég á Alþingi, vinnubrögð og fleira.

Allar skoðanir og hugsanir upp á borð. Það er krafa kjósenda að vita hvar frambjóðendur standa og hvernig þeir hyggjast vinna. Ég er hins vegar andvíg ofurloforðum en get lofað einu og það er að vinna vel og samviskusamlega, vakin og sofin yfir velferð samlanda minna.

Minni jafnframt á vefinn profkjor.is en þar er að finna ýmsar upplýsingar er tengjast persónunni Kolbrúnu, viðhorfum, skoðunum og framtíðarsýn á sviði stjórnmála.

Þátturinn er endursýndur um helgina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vona að þér gangi vel í prófkjörinu Kolbrún. Þú átt fullt erindi í framvarðasveit þíns flokks.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.3.2009 kl. 21:47

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband