29 símtöl

Í Reykjavík eru 29 frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 13. og 14. mars næstkomandi.

Hvernig væri það fyrir alla þá þúsundir skráðra einstaklinga í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík ef 29 frambjóðendur myndu hringja í hvern og einn einasta þeirra til þess að minna á sig og biðja um stuðning?

Það er ekki ósennilegt að sumum fyndist nóg um. En hver og einn verður auðvitað að velja þær aðferðir sem þeim hann eða hún finnst að komi sér hvað best að gagni til að kynna sig.

Meðal annars vegna þess hversu mörg við erum í framboði nú ákvað ég að hringja ekki út eins og það er kallað.  Hvort það er vont eða gott fyrir hugsanlegan stuðning veit ég ekki.

Hitt veit ég að margir sem fá mörg slík símtöl af þessu tagi upplifa af þeim ákveðið ónæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Takk fyrir þína góðu þætti á ÍNN.  Ég er nú reyndar bara sveitamaður frá Akureyri en það dugði þó til því að í gærmorgun var hringt í mig frá einum.  Ég reyni sem ég best get að særa ekki þessa blessaða frambjóðendur því ég vorkenni þeim svo mikið að þeir skuli vera að æða út í þetta "fen" sem bíður þeirra ef þeir ná kosningu. 

Páll A. Þorgeirsson, 11.3.2009 kl. 02:10

2 identicon

Ég er hættur að svara númerum sem ég þekki ekki í bili.  Fimm samtöl í gær sem ég sleppti.  Búinn að fá eitt sms.  Sá einstaklingur fær ekki atkvæði mitt. 

Frábært framtak hjá þér!

Jón (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 08:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband