Barnið mitt leggur annað barn í einelti. Hvernig á ég að bregðast við?

valgeirmbl0163976.jpgHaldið verður áfram að ræða um eineltismál á ÍNN í kvöld kl. 21:30 og er gestur Í nærveru sála að þessu sinni Valgeir Skagfjörð. Hann mun segja frá markmiðum Regnbogabarna sem eru fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál.

Meðal þess sem við ræðum um er hvort eineltistilvik komi frekar upp hjá drengjum eða hjá stúlkum og hvort birtingarmyndir séu ólíkar eftir kynjum.
Hvernig líður foreldrum sem fá fregnir um að barnið þeirra sé að leggja annað barn í einelti?

Hvað hefur áunnist í þessum málum og á hvað þurfum við sem samfélag að leggja enn meiri áherslu á?
Í næstu viku er gestur Í nærveru sálar Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur og formaður Fræðagarðs. Hann mun ræða við mig um einelti á vinnustöðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Börn leggja önnur börn í einelti útaf þeim líður sjálfum illa. 

Ástæðan fyrir vanlíðan barnana kemur að mínu mati alltaf að því að barnið fær ekki allt sem það þarf frá foreldrum sínum.

Eintómar skammir gera bara illt verra.  Foreldrar þurfa að eyða meiri tíma með börnunum sínum, komast að því hvað það er sem að veldur þeim vanlíðan og vinna úr því í sameiningu.  Og síðast en ekki síst þarf að koma barninu í skilning um hvað það er virkilega að gera barninu sem það leggur í einelti.

Foreldrar þeirra barna sem að verða fyrir eineltinu verða líka að gera sér grein fyrir því að gerendurnir eiga við vandamál að stríða og koma barninu sínu í skilning um það sem fyrst að það er ekki þolandinn sem að er "ljótur, ógeðslegur eða þar fram eftir götunum".  Gerandinn má heldur ekki vera bara fífl og fáviti því það leiðir bara til meiri vandamála að bera reiði og kala til gerandans.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 10:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband