Tvær spurningar

Það er mikið talað og ekki ætla ég að vanmeta það sem gert hefur verið síðustu mánuði í þágu fjölskyldufólks þótt endalaust megi deila um hvort framkvæmt hafi verið nógu hratt og nógu mikið. Mér er jafnframt umhugað um að framkvæmdir séu samræmdar og vel sé farið með fé skattborgara. Með öðrum orðum velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki alveg á hreinu að hægri höndin viti hvað sú vinstri er að gera og öfugt?

Ég sendi í dag starfsmanni félagsmálaráðuneytisins sem hefur að gera með þennan málaflokk skeyti þar sem ég spyr um tvennt:

1. Upplýsingar um starfshópa/nefndir (innan ráðuneytana) sem hafa verið settar á laggirnar til að fylgjast með hag barnafjölskyldna í kreppunni og sem t.d. er ætlað að komi með tillögur um hvernig bregðast skuli við vanda fjölskyldna vegna efnahagsástandsins. 

2.  Hvert á að vísa foreldrum sem hafa vegna fjárhagserfiðleika t.d. ekki lengur efni á að leyfa barni sínu (börnum) að stunda áfram tómstundir/íþróttir?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband