Svar við spurningu 2 komið. Hvert á að vísa foreldrum...

Svar hefur borist frá Félags- og tryggingarmálaráðuneytinu er varðar spurninguna hvert eigi að vísa foreldrum sem hafa ekki vegna fjárhagserfiðleika ráð á að leyfa barni sínu (börnum) að stunda áfram íþróttir/tómstundir.

Svarið er: Vísa verður þeim til félagsþjónustu í því sveitarfélagi þar sem fjölskyldan á lögheimili.

Það er gott fyrir okkur fagaðila og aðra sem vinna með börnum og foreldrum að vita þetta. Gera má ráð fyrir að viðkomandi félagsþjónusta taki vel á móti þessum foreldrum, skoði mál þeirra og finni leið með þeim til að barnið (börnin) geti áfram lagt stund á íþróttir og aðrar tómstundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband