Eðalgóð stjórnsýsla. Hrósa ber þeim sem hrós eiga skilið

Þeir eru án efa margir sem standa sig vel í starfi, stjórnendur, millistjórnendur og almennir starfsmenn. Minna fer e.t.v. fyrir því að minnst sé á embætti og aðila sem skila verkefnum sínum vel og heiðarlega. Þeim sem það gera ber að hrósa.

Ég vil í þessu sambandi nefna embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH). Ég hef nokkrum sinnum haft samband við embættið og þá beint við lögreglustjórann m.a. í tengslum við stjórnarsetu mína í Íbúasamtökunum Betra Breiðholt og einnig í tengslum við öflun upplýsinga vegna undirbúnings sjónvarpsþátta og ávallt hef ég fengið skjót og góð svör. 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Takk fyrir: "...sem skila verkefnum sínum vel og heiðarlega. Þeim sem það gera ber að hrósa."

Mér finnst flestir tala illa um flesta nú um mundir. Ég líka fallin.

Eygló, 11.4.2009 kl. 05:11

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er gott að geta litið til þess sem jákvætt er.

 Ég óska þér gleðilegra páska, kæra bloggvinkona. Nóttu þeirra sem best. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.4.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Eygló

Ég get bara ekki séð að nokkur manneskja geti lofað það sem lofsvert er - - - ef það er ekki framkvæmt/ stungið uppá af "réttum flokki". Hvort er þetta heimska eða mannvonska. Nú eða lélegt sjálfsálit. Mér finnst við vera að vera svo "ill".

Hætt í bili, þú kveiktir á þessari kristilegu hugsun minni

Eygló, 12.4.2009 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband