Þurfa að koma til auknir ríkisstyrkir til þess að tryggja nauðsynlega matvælaframleiðslu hér á landi?

Þurfa að koma til auknir ríkisstyrkir til þess að tryggja nauðsynlega matvælaframleiðslu hér á landi?,
spurði Gísli Einarsson, fréttamaður Harald Benediktsson, formann Bændasamtakanna í fréttum í gær, eins og honum þætti fátt jafn eðlilegt og að auka ríkisstyrki til landbúnaðarmála.

Vegna þess að nú ríkja breyttar aðstæður, liggur fyrir að styrkjaveitinga og ríkisstyrkir almennt séð í hvaða tilgangi sem þær kunna að vera hugsaðir,  eru ekki lengur sjálfgefnir. Þess spurning Gísla hljómaði sérkennilega og var hreinlega úr takti við ríkjandi raunveruleika.
Kannski er þetta ekki rétt ályktun og að spurning Gísla hafi átt ágætlega við í þessu viðtalssamhengi. 

Formaður Bændasamtakanna svaraði þessari spurningu reyndar ágætlega eða eitthvað á þá leið að það hefði nú dregið úr ríkisstyrkjum og sú hugmynd þeirra um að breyta búvörusamningum með það fyrir augum að auka stöðugleika og tryggja fæðuöryggi hér heima,  þyrfti ekki að fela í sér aukna fjármuni. Sjá meira um þetta hér Landbúnaður skiptir máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst stundum gleymast að hveiti, hrísgrjón, kaffi og svo framvegis eru líka landbúnaðarvörur innfluttar vörur sem maður notar mikið + grænmeti og ávextir.Mjólk er á borðum daglega hjá mér en blessað lambakjötið örsjaldan.Lambakjötsneysla hefur dottið niður um tæpan  helming á örfáum árum hér á landi.

hordur h (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband