Myndskreyttar líkkistur, af hverju ekki?

Líkkistuverslunin Íslandskistur bjóða upp á myndskreyttar líkkistur. Engin lög gilda um útlit líkkistna en eftir er að sjá hvernig þessi nýjung leggst í fólk.

Af hverju ætti ekki hverjum sem er, hvort heldur sá sem bíður dauðans eða ástvinir hins látna, að velja útlit kistunnar?

Eðlilegast er að hinn látni skilji eftir sig ósk um myndskreytingu en stundum hefur viðkomanda ekki gefist tækifæri á slíku og þá kemur það í hlut ástvina og fjölskyldunnar að gera það.

Einu sinni voru allar líkkistur á Íslandi svartar, svo bættist hvíti liturinn við og nú er fjölbreyttnin mikil, sérstaklega í öðrum löndum.

Frumkvöðlarnir, Stefán og Sveinn hjá Íslandskistum, segja að það sé vissulega mikilvægt að skreytingarnar særi ekki blygðunarsemi þeirra sem eru við útförina.
Það er nefnilega hægt að fara með þetta, eins og allt annað, út í öfgar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er góð hugmynd.  Af hverju ekki að láta skreyta kistuna sína, við endum þar hvort sem er öll einhverntímann. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 09:22

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Manni finnst nú skraut tilheyra gleðilegri viðburðum en jarðarförum. Kannski gæti það gengið þegar níræð langamma er kvödd og viðstaddir samgleðjast henni með að hafa fengið hvíldina. En varla þegar barn er jarðað, held að það færi alveg með viðstadda ef kistan væri skreytt með uppáhaldshljómsveitinni eða einhverju álíka.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 20.4.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já þetta má alls ekki fara út í öfgar. Fjölskylda hins látna er nú líklegust til að gæta þess. Eflaust eru margar þessara skreytinga þó mjög fallegar.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 19:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband