Ofurtilboð auka ekki trúverðugleika

Ofurtilboðapytturinn á það til að dýpka korteri fyrir kosningar en þá fyllast flokkar/frambjóðendur af örvæntingu og byrja að lofa upp í ermina á sér ef ske kynni að einhver trúgjarn kjósandi myndi falla í pyttinn.

Þetta er ekki skynsamlegt fyrir stjórnmálaflokka/frambjóðendur sem vilja gefa af sér traustvekjandi ímynd. Ef svo ólíklega vill til að þetta muni skila einhverjum árangri þá kemur þetta sennilegast í bakið þótt síðar verði.

Einmitt núna er mikilvægt að flokkar og frambjóðendur tali til fólksins með raunsæjum hætti og forðist umfram allt að lofa ekki einhverju sem ekki er nokkur leið að standa við. Ef kjósendur eiga eitthvað skilið eftir það sem á samfélagið hefur dunið, þá er það heiðarleg og einlæg framkoma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband