Hvernig tökum við á rafrænu einelti?

Eineltisserían heldur áfram á ÍNN enda umræða sem seint verður tæmd einfaldlega vegna þess að enn hefur ekki nema hluti þjóðarinnar vaknað til vitundar um þetta skaðræði. Eineltismál koma upp víða í okkar samfélagi og ekki nóg með það heldur lifa góðu lífi innan einstakra stofnanna eins og skóla, íþróttahreyfinga og vinnustaða.

Í næsta þætti ræðum við um rafrænt einelti og til leiks koma tvær ungar konur sem hafa gert á því rannsókn hér á landi. 

Hvernig tökum við á þessum vandamáli?
Myndbrot úr myndinni Odd girl out verður sýnt en myndina i heild sinni er hægt að sjá á You Tube.
Sjá hér annað myndbrot um rafrænt einelti.

Síðan er það umræðan um jákvæða tölvunotkun og ábyrgð foreldra að kenna börnum sínum að umgangast Netið með það fyrir augum að varast hættur sem þar leynast og einnig að forðast að taka þátt í neikvæðum samskiptum: andlegu ofbeldi, níði, lygum eða skítkasti sem allt er til þess fallið að varpa rýrð á aðra manneskju.
Hefjist slíkur vítahringur eru afleiðingarnar oft skelfilegar eins og dæmin hafa sýnt okkur. 

ALLT SEM ÞÚ GERIR Á NETINU ENDURSPEGLAR HVER ÞÚ ERT
KOMDU FRAM VIÐ AÐRA EINS OG ÞÚ VILT LÁTA KOMA FRAM VIÐ ÞIG
ÞÚ BERÐ ÁBYRGÐ Á ÞVÍ SEM ÞÚ SEGIR OG GERIR Á NETINU

Foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir þeim ótal hættum sem Netið geymir og kenna börnum sínum að varast þær en umfram allt fylgjast sjálfir með Netnotkun barna sinna:

1. Uppgötvið Netið saman og hvetjið til góðra netsiða
2. Gerðu samkomulag við barnið um Netnotkun á heimilinu.
3. Hvettu barnið til að vera gætið þegar það veitir persónulegar upplýsingar.
4. Ræddu um þá áhættu sem fylgir því að hitta Netvin.
5. Kenndu barninu þínu að skoða efni á Netinu með gagnrýnum hætti.
6. Haltu vöku þinni það er vel hugsanlegt að barnið rekist á efni á Netinu einungis ætlað fullorðnum.
7. Komdu upplýsingum um það sem þú telur ólöglegt efni til réttra aðila.
8. Kynntu þér Netnotkun barnsins þíns.
9. Mundu að jákvæðri þættir Netsins eru mun fleiri en hinir neikvæðu.

(sjá meira um þetta efni á heimiliogskoli.is og einnig á vef Lögreglustjórans á höfuborgarsvæðinu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Virkilega góð og þörf umræða hjá þér Kolla.

Gúnna, 4.5.2009 kl. 01:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband