Mikill léttir

Tillaga um að leggja inn aðildarumsókn hjá Evrópusambandinu var samþykkt í dag með 33 atkvæðum gegn 28 en 2 þingmenn sátu hjá.

Þetta er mikill léttir.

Tvöföld atkvæðagreiðsla var ekki fýsileg leið, hefði bæði tekið tíma og kostað sitt.  Ég er ánægð með Ragnheiði Ríkharðsdóttur í þessu máli. Ég veit að margir eru ósáttir en gleymum ekki að við, hvert og eitt munum hafa um samninginn að segja þegar þar að kemur.

Eitt er víst að ekki þarf að velta þessum þætti málsins lengur fram og til baka enda margir orðnir hundleiðir á því líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Til hamingju Kolbrún!

Já, Ragnheiður var eins og hetja.

Ég var ekki ánægður með Þorgerði Katrínu og tel hennar ferli með þessu lokið. Nú eru allir ósáttir við hana innan Sjálfstæðisflokksins, bæði frjálslyndi og íhaldssami armurinn.

Stjórnmálamenn eiga að hafa skoðanir og standa við þær, það er þeirra atvinna! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Kolbrún.

Þeir þingmenn sem kusu að sleppa því að spyrja þjóðina að hvort fara ætti í aðildarviðræður eiga ekki endurkomu í stjórnmál að mínu mati.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2009 kl. 02:10

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Til hamingju hvað?

Innlent - fimmtudagur, 16. júlí, 2009 - 10:29

Financial Times: Bretar og Hollendingar koma í veg fyrir ESB-aðild Íslands verði Icesave fellt

esb2.jpgSérfræðingar sem breska stórblaðið Financial Times hefur rætt við spá því að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu ef Alþingi fellir ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu.

Þetta kemur fram í blaðinu í dag.

Financial Times fjallar um umræðurnar á Alþingi og í þjóðfélaginu um ESB og Icesave. Það vitnar í Svein Harald Oygard seðlabankastjóra sem segir að þjóðin geti staðið undir skuldabyrði Icesave, en segir að efasemdir séu um það meðal almennings.

Fleiri erlendir fjölmiðlar og fréttastofur fjalla um stöðu mála á Íslandi í dag, svo sem Wall Street Journal, BBC, Deutsche Welle og Reuters.

Vonandi verðu rþetta ekki til að koma okkur í þrælabúðir N´æylendukúgara.

Bretar eru óuppdregnir barbarar, seem púðra yfir sinn skít.

Sést best á fótboltaleikjum þar í landi og þá þeir fylgja sínum liðum til keppni í útlöndum.

Svo er u þættirnir Little Britain líka ágætur spegill.

The computer says no

mibbó

Bjarni Kjartansson, 17.7.2009 kl. 08:52

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Mér finnst alltaf fyndið þegar fólk talar um að lýðræðið kosti of mikið eða sé tímafrekt.

Það hefði auðvitað sparað okkur mikinn tíma og peninga ef við hefðum bara falið Össuri að taka með sér fáeina vini til Brussel og ganga frá þessu.

Það hefði líka getað sparað okkur tíma og peninga ef þessi "tvöfalda" atkvæðagreiðsla hefði farið fram, hver veit nema hún hefði bara verið einföld afgreiðsla og málinu hefði verið sópað út af borðinu með stóru neii. 

Þóra Guðmundsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:04

5 identicon

Og þá skiptir ekki máli smáatriði eins og það að stjórnarskráin framselur ekki vald til neinna stjórnunarstofnana Íslands til að fara í samningaviðræður sem fela í sér framsal á fullveldi.

Og allt vald er hjá þjóðini nema það sem þjóðin hefur ákveðið að framselja til valdastofnana.

Eins og þú bendir á,  þá er bæði tímafrekt og dýrt að fara eftir stjórnarskránni svo við skulum bara sleppa því .

Hrönn (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:32

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég sé ekki að verið sé að skerða vald þjóðarinnar eða hunsa lýðræðið á neinn hátt þótt þjóðin kjósi ekki sérstaklega um hvort fara eigi í viðræður.

Hvernig á ég eða þjóð að kjósa um hvort fara eigi í ferðalag eður ei sem ég veit ekki fyrirfram hvort verður leiðinleg eða skemmtileg, auðveld eða erfið?

Ef ég bara horfi á sjálfa mig, hef ég ekki mikið að byggja á við slíka kosningu.

Með umsókn að ESB og viðræður sem leiða til samnings sem síðan verður ákveðið af þjóð og þingi hvort samþykkja skuli er ein sú allra öflugasta leið til að draga þjóðarvagninn upp úr þeim forapytti sem örfáir meintir viðskiptaglæpamenn komu henni í á meðan seðlabankastjórar og stjórn  létu hjá liggja að nýta þau úrræði sem þeir höfðu tiltæk til að halda þeim í skefjum og ríkisstjórn sem já má segja að svaf eða var einfaldlega of saklaus og treystandi á misvitra valdamikla einstaklinga.

Ákveðinn hluti þjóðarinnar sem missti sig í græðgi og veðsetti allt sitt til að taka lán fyrir veraldlegum hlutum var ekki til þess fallið að hægja á þjóðarvagninum þegar hann stefndi á hraðri leið í drullupollinn. 

Kolbrún Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 10:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband