Nýjir vendir sópa best

Sagði Þorvaldur Gylfason í einstaklega góðu viðtali sem var að ljúka á Útvarpsögu rétt í þessu. Hann vill meina að ekki hafi tekist nógu vel að skipta út fólki og sem dæmi sitji enn í Skilanefndum einstaklingar sem þar ættu ekki að vera og einnig almennt í viðskiptageiranum.

Þorvaldur ræðir um í þessu viðtali hversu ömurleg samningsstaða Íslendinga er í þessu Icesave máli enda séu mistökin sem gerð voru hér þess eðlis að ekki sé sennilegt að rauða dreglinum verði skellt út og okkur boðið að koma aftur að samningsborðinu verði Icesave-samningurinn felldur á Alþingi.

Þorvaldur er að mínu viti sá hagfræðingur sem ekki er hægt annað en að hlusta á ætli maður að skoða þessi mál frá öllum sjónarhornum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Kolbrún

Í gegnum tíðina hef ég hlustað/lesið af athygli á það sem Þorvaldur Gylfason hefur haft fram að færa. Í Fréttablaðinu í gær skrifar Þorvaldur grein um ESB, sem ég ákvað  að blogga um.

http://ziggi.blog.is/blog/ziggi/entry/918910/  

Við þurfum rökræðu um ESB og Icesave en ekki kappræðu fólks sem lítur á málið eins og trúmál. 

Sigurður Þorsteinsson, 24.7.2009 kl. 11:27

2 identicon

http://bin.arnastofnun.is/leit.php?id=408191

Drengur (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 17:09

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

ég er hjartanlega sammála Sigurði... rökræður en ekki kappræður...


það er lífsnauðisnlegt... Mér finnst allt of margir missa sig í þessu máli og fara í einhverja politíska skotgröf. Afhverju hefur t.d Sjálfstæðisflokkurinn kristnast í þessu icesave máli þegar fyrir löngu er búið að sýna fram á að sá flokkur ásamt samfylkingunni kom okkur í þennan farveg ? 

Hversvegna er lán með 5.5% vöxtum og sjö ára lánsfríi- skyndilega orðið verra en lán með 6.7% vöxtum og 3 ára lánsfríi ? 
 

Fyrir mína parta finnst mér stjórnarandstaðan hafa verið afleidd þetta sumarið. Ekki vegna þess að hún sé ekki nógu gagnrínin og að ég sé á móti því að sér hver ríkisstjórn sé gagnrínd- heldur vegna þess að hún hefur gert sig seka um að misnota tungumál okkar.

- Naugðun á lýðræði

- Þingmenn vinnstri grænna handjárnaðir bak og fyrir og beitir með svipu valdi

- Spádómar um skálmöld.

og ég get nefnt margt meira.....

Raunar voru stóryrðin orðin svo mikil að Ragnheiði Ríkarðsdóttur blöskraði og ámynti sína félaga. Ég veit ekkert hvað öðrum finnst en ég ber ómælda virðingu fyrir henni og vildi gjarnan að fleirri þingmenn væru jafn skarpgreindir og mér finnst sú ágæta kona vera.  

Síðan hvenær varð sjálfstæðisflokkurinn svona lýðræðislegur ?..  ekki fengum við að kjósa um evróspka efnarhagssvæðið á sínum tíma og þurfti nú ekkert minna en byltingu til þess að flokkurinn hröklaðist frá völdum síðasta vetur. Nú skyndilega berst hann fyrir tvennum aðildarkostningum þó það sé löngu orðið ljóst að eina sem við þurfum er að velja hvort við viljum komast inn í evrópusambandið eður ei. 

Brynjar Jóhannsson, 24.7.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þorvaldur er tæknikrati af bestu sort.  Sammála nafna mínum í því að æskilegra væri að fá heilbrigða rökræðu en ekki heimatrúboð varðandi EB og Icesave. Undanfarið hefur Ruv boðið upp á fræðsluþætti þar sem launaður agent frá Evrópusambandinu var kynntur sem hlutlaus fræðimaður til að flytja einræðu.

Nei, má ég þá heldur biðja um ÍNN og Omega.

Sigurður Þórðarson, 25.7.2009 kl. 07:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband