Þeir gáfu ávallt af sér fremur góðan þokka

Björgólfsfeðgar gáfu ávallt af sér frekar góðan þokka, virtust heilir og heiðarlegir í því sem þeir tóku sér fyrir hendur.  Nú eru að berast æ fleiri fréttir af alls kyns viðskiptarflækjum þeim tengdum.

Það nýjasta er að Landsbankinn hafi lánað fjölmörgum félögum, sem tengdust þáverandi eigendum bankans, vel yfir lögbundið hámarki og að vafi leiki á því hvort Landsbankinn hafi greint rétt frá lánum til tengdra aðila í síðasta uppgjöri sem bankinn birti áður en hann hrundi í haust.

Um þetta hefur fréttastofa Rúv heimildir og staðfesti Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins við fréttastofu að þetta mál væri til skoðunar hjá eftirlitinu auk sambærilegra mála annarra banka en afgreiðslu væri ekki lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband