Hvaða endemis rugl er þetta að verða?

Eftir fréttir dagsins er ekki séð hvernig venjulegt fólk á að geta skilið hvað er að gerast í þessu Icesave máli á pólitískum vettvangi. Fyrirvarar ekki fyrirvarar? Þverpólitísk samstaða eða hrein og klár svik...?

Búið er að verja dögum ef ekki vikum saman í að semja svokallaða fyrirvara við Icesave samninginn, já, og sterka fyrirvara, nota bene.

Málið er, að ekkert okkar hefur hugmynd um hvort þessir fyrirvarar verði teknir gildir af viðsemjendum.

Ég get rétt ímyndað mér hversu gaman það er fyrir Breta og Hollendinga að fylgjast með ferlinu og vita, að þeir geta svo bara sagt, NEI, glætan.

Það liggur fyrir undirskrifaður samningur og hvað sem fólki finnst um hann þarf einfaldlega að afgreiða hann, eins og gert var ráð fyrir þegar staðið var upp frá samningaborðinu.

Verði honum hafnað vitum við hvernig staðan. Það vita þá viðsemjendur okkar líka.

ÞÁ fyrst er og hægt að skoða framhaldið á vitrænan hátt í stað þess að flækja þjóðinni inn í eilífar getgátur um hvað gerist ef .. 

Verði samningurinn samþykktur þá verður hann samþykktur...

Tíminn er ekki að vinna með íslensku þjóðinni í þessu máli. Öll sú endalausa pæling er þegar upp er staðið ekki að skila sér sé sem skyldi eins og þetta horfir við mér. Eftir tíu ár munu fáir ef nokkrir muna hvað hver sagði í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nefnilega allt svo skemmtilega "gegnsætt og uppi á borðum" hjá þessari ríkisstjórn...... eða þannig. 

Ég óttast það að þessir "fyrirvarar" séu bara til málamynda og þýði gjörsamlega ekki neitt.

Íslendingar eru samt sem áður að viðurkenna það að skulda Bretum og Hollendingum þetta fé sem fjárglæframenn sviku út úr þeim í gegnum einkafyrirtæki sín. 
Þrátt fyrir þessa "fyrirvara" munum við þurfa að greiða þessa upphæð, þó svo við fáum til þess lengri tíma eða betri lánakjör.  Það virðast flestir búnir að gleyma því að mögulega þurfum við ekki að greiða krónu meira en innstæðutryggingasjóðurinn ábyrgðist.  En skítt með það... rífum upp veskið!!

Ég treysti ekki Samfylkingunni í þessu máli, hún er blinduð af ESB og EKKERT má skyggja á það.  Steingrímur J er sem dáleiddur og til í að fórna ÖLLU svo íhaldið nái ekki í stjórnartaumana.  Hann vill frekar sjá þjóðina í sárri fátækt, án sjálfstæðis og fullveldis og án sjálfstrausts næstu áratugina heldur en að sjá íhaldið við völd.   

En aftur að efninu.  Fyrirvarar eða ekki fyrirvara.  Verði samningurinn samþykktur með eða án þeirra þýðir það viðurkenningu okkar á skuldum sem við stofnuðum ekki til.  Samþykki okkar fyrir því að við skulum taka á okkur byrgðar gallaðs regluverks ESB svo aðar Evrópuþjóðir þurfi ekki að eiga á hættu áhlaup á þeirra eigin banka.  

Að mínu mati eiga Íslendingar að segja NEI TAKK.  Við látum ekki bjóða okkur svona framkomu.  Við stöndum við okkar skuldbindingar og greiðum það sem okkur ber, restina þurfið þið að sækja í gegnum dómstóla ef þið þorið.

Fellum samninginn og göngum með höfuðið hátt inn í framtíðina en ekki skríðandi í leðjunni fyrir ESB þjóðum sem sparka í okkur liggjandi.

Hrafna (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

(Einn) kjarni málsins virðist vera sá, að um leið og búið er að bæta fyrirvörum inn í samning, líta aðrir samningsaðilar svo á, að honum hafi einfaldlega verið hafnað.

Gerast þá hugsanlega, þ.e. örugglega, enn þverari og erfiðari í samningaviðræðum, þannig að þá verðum það ekki lengur "við", sem segjum; "you aint seen nothing yet !"

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.8.2009 kl. 07:49

3 identicon

Ég vil frekar taka sénsinn á því heldur en að gefast upp fyrirfram.

Það hlýtur að vera góð ástæða fyrir því að Bretar og Hollendingar hafna alfarið dómstólaleiðinni.  Þeir einfaldlega þora ekki að láta reyna á það.

Við eigum að sjálfsögðu að standa við okkar skuldbindingar en ekki að láta fórna okkur fyrir gallað regluverk evrópusambandsins.

Hrafna (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:39

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já Hildur, einmitt, og því er þá verið að eyða öllu þessu púðri í þá þar sem ekki er vitað hvar mörkin liggja, þ.e. ef það eru svona fyrirvarar þá er það kannski í lagi en ef hinsegin fyrirvara þá, nei, sorrý þessi eru of stífir, þá gengur það ekki.

Ja, nema að verið sé í sambandi við Breta og Hollendinga samhliða allri þessari vinnu, þá horfir þetta e.t.v. öðruvísi við.

En er eitthvað verið að leggja þetta undir þá þessa dagana?

Það þarf að fara koma stimpill á þetta svo vitað er hver hin raunverulega staða er. Eina leiðin til að fá hann er að setja samninginn undir hamarinn.

Hvað varðar hvort það sé það eina rétta og farsælasta að fella þennan samning, er ég ekki sannfærð um endilega.
Maður er að reyna að horfa inn í framtíðina, skoða alla vinkla, vega og meta hvernig þetta muni þróast. ??

Kolbrún Baldursdóttir, 14.8.2009 kl. 09:42

5 identicon

Það skiptir allt máli í þessu. Hvort er betra að hafna samningnum með eins atkvæðis mun eða setja fyrirvara (sem hafna samningnum í raun) og samþykkja þá 63-0?

Það skiptir máli að ná samstöðu, þó það kosti málamiðlanir.

Doddi D (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:38

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega, hvað helv. rugl er þetta. Get ekki orðað þetta betur frekar en þú.

Finnur Bárðarson, 14.8.2009 kl. 18:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband