Framsókn ekki með, er Siv sátt?

Framsókn ekki með. 

Ég trúi ekki að Siv sé ánægð? Ekkert hefur heyrst frá henni í gegnum þetta allt?

Ef Bretar og Hollendingar verða ekki með eitthvað vesen með þessar fyrirvara þá er þetta sannarlega eitthvað til að fagna. Breið samstaða og einhvers konar lausn úr ófremdarástandi þótt súr biti í hundskjaft.Crying

Nú er bara að skoða hvort eignir sumra (útrásarvíkinga Icesave) ganga ekki líka upp í þetta.

Bjart framundanSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Höskuldur er að spá í formanninn

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu að gefa það í skyn, Kolbrún, að Sigmundur Davíð sé insane að vilja ekki samþykkja Icesave-svikasamning Svavars & Bretanna?

Segðu okkur svo: Þurfa Bretar og Hollendingar að "vera með vesen" til að þiggja ríkisábyrgð á mörghundruð milljarða króna ríkisábyrgð sem við vorum ekki skyldug til? Láta þeir ekki bara gott heita og rukka svo eftir ákvæðum samningsins? Eða ætlið þið sjálfstæðismenn (ég er á útleið) að láta Breta og Hollendinga festa fyrirvarana alla inn í nýtt plagg með samningnum og skrifa svo undir það í heild? Ef ekki, hvernig geturðu þá gefið þér, að þessi gömlu nýlenduríki fari að halda eða virða einhverja fyrirvara, sem þeir hafa ekki skrifað upp á? Eru Bretar ekki búnir að tryggja sér lögsögu í málinu? (það er auðvitað eftir öðru í þessu arfalélega plaggi). Verður ekki dæmt um vanefndir þar og síðan gengið t.d. að okkar gjaldeyrisforða í Washington?

Og ertu virkilega að "fagna" því, að Icesave-samningurinn afsalar okkur formlega öllum skaðabótarétti vegna hryðjuverkalaga Breta, sem höfðu hér ómæld áhrif. Þinn fyrrv. framkvæmdastjóri, Kjartan Gunnarsson, sagði um það mál í Mbl.grein sinni í gær (feitletrun jvj):

"Það lítur út fyrir að flestir, að minnsta kosti þeir sem harðast gagnrýndu Breta sl. haust fyrir óhæfuverk þeirra gagnvart Íslendingum, hafi gleymt öllu sem þeir sögðu þá. Nauðungin sem Ísland var beitt á sér vart fordæmi utan stríðstíma. Tjónið sem hryðjuverkaárás Breta á íslenska banka og fyrirtæki í þeirra eigu olli nemur þúsundum milljarða króna. Það tjón eitt er miklu meira en samanlagðar innistæður á reikningum íslenskra banka erlendis. Þetta tjón eiga Íslendingar að fá bætt en þeir verða að sækja þær skaðabætur með málshöfðunum. Þar verður ríkisstjórnin að beita sér og skilanefndir bankanna. Ekkert hefur heyrst um að slík skaðabótamál séu hafin eða í undirbúningi. Eftir eignarnám bankanna eru þetta þeir aðilar sem geta höfðað slík mál."

En í Icesave-samningnum sjálfum afsölum við okkur þessum skaðabótarétti (já, þótt Icesave og Kaupþing séu óskyld mál, þá tókst Bretum að koma þessu að! – og Svavar og skattamálaráðherrann Indriði kvökuðu: "yes!"), og með samþykkt ríkisábyrgðarinnar verður Alþingi búið að kyngja þessari svívirðu. En hver er þín eigin afstaða?

PS. Heldurðu að Siv hafi samið við ríkisstjórnina í vor um að svíkja sinn flokk í hverju málinu á fætur öðru?

Jón Valur Jensson, 15.8.2009 kl. 20:22

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Æ Jón Valur, þetta var nú bara smá léttleiki. Skal taka þetta út ef þér líður betur með það.

Er hins vegar að spá í að fá hann Sigmund í þáttinn minn á ÍNN og þá kannski getum við rætt saman um þessi mál og hvernig honum líður með þetta allt.

Kannski að þú viljir einhvern tímann vera gestur minn á ÍNN?

Já Finnur, heldur þú það að hann sé að spá í formanninn. Hann var jú formaður í eina mínútu eða svo.

Kolbrún Baldursdóttir, 15.8.2009 kl. 20:28

4 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Það er ekkert létt eða þægilegt við það að þjóðin sé seld í ánauð til Evrópu þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Borgarahreyfingin samþykki að taka þátt í samþykkt þessa landráðasamnings.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/

Ísleifur Gíslason, 15.8.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Benedikta E

Það vað var heldur-betur rotið af Samfylkingunni að reyna að klína því á Sigmund Davíð að hann hefði lekið trúnaðargögnunum..............!

Svo varð Samfylkingin uppvís að því að hafa sjálf komið lekanum til vina sinna á Baugs- frétta-miðlunum - það ber allt sama yfirbragðið..........!

Framsókn stendur föst fyrir til varnar þjóð sinni og tekur ekki minnsta mark á  hræðsluáróðurs vælinu í henni Jóhönnu  - gott hjá þeim þau standa þétt saman - og standa sig mjög vel - þessi mars er ekki búinn..............!

Benedikta E, 15.8.2009 kl. 22:20

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Jón Valur getur þú ekki skrifað athugasemdir og gefið ú í handhægum rúllum

Finnur Bárðarson, 15.8.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Finnur Bárðarson, ert þú ekki maðurinn sem kallaði íslenzku þjóðina "glæpaþjóð"? Og skrifaði ekki Haraldur Hansson heilan pistil um það?

Jón Valur Jensson, 16.8.2009 kl. 00:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband