Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Þingkonur tala styst á þingi og það eru ekki ný tíðindi.
29.8.2009 | 21:18
Karlar tala lengst og mest á Alþingi en konur verma sæti þeirra sem tala styst.
Það segir sig sjálft að ef það eru einhverjir sem tala lengst og mest á þinginu þurfa náttúrlega að vera einhverjir sem tala styst. Ekki geta allir verið jafnir.
Það er hins vegar ekki ný tíðindi að þegar þetta er skoðað verma þingkonur gjarnan sæti þingmanna sem tala styst. Á heilu þingi er dæmi um að þingkona hafi talað aðeins í fáeinar mínútur.
Af hverju?
Ef á að skoða þetta er fyrst spurt hvort liggi að baki einhver almennur kynjamismunur eða hvort hér sé um að ræða ítrekaðar tilviljanir?
Þegar ég rifja gróflega upp þær upplýsingar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina finnst mér eins og að almennt séð og í samanburði við hitt kynið, hafi konur ekki beint legið undir ámælum fyrir að vera þöglar eða eiga almennt erfitt með að tjá sig. Mikið frekar hafa þær haft vinninginn hvað mælsku varðar. Enn aðrar rannsóknir kunna að sýna allt aðrar niðurstöður og því skal varast að fullyrða eða alhæfa nokkuð í þessum efnum.
EN hverju sætir það að á Alþingi skulu konur oftast ef ekki alltaf verma sæti þeirra sem tala styst?
Árið 2007 minnir mig að hafi verið gerð á þessu könnun. Þegar tæpar þrjár vikur voru liðnar af þingvetri það árið höfðu þingkarlar farið 657 sinnum í ræðustól en þingkonur einungis 153 sinnum. Karlar höfðu verið 84% af þingtíma í ræðustóli en konur 16%. Er þetta með svipuðum hætti nú í ár?
Er þetta ásættanlegt?
Það er mín skoðun að þær konur sem ákveða að sækjast eftir kjöri á þing eða í sveitarstjórn verði að búa yfir getu og færni til að tjá sig, taka þátt og láta að sér kveða í orði og á borði. Að sitja með hendur í skauti og hreyfa sig vart úr sæti getur ekki verið ásættanlegt jafnvel þótt þeir séu að hlusta vandlega á það sem fram fer.
Ég, persónulega, vil HEYRA Í þeim konum sem ég veiti atkvæði mitt.
Ég hvet þær konur sem kosnar hafa verið á þing til að nota hvert tækifæri og krefjast alls þess svigrúms og tíma sem þær telja sig þurfa í ræðustól. Þótt þingkonur séu dugnaðarforkar, samviskusamar og hugmyndafræðilega öflugar þá er mjög líklegt að pólitísk velgengni þeirra sé mæld einmitt út frá þeim mælikvarða hversu oft og mikið þær láti í sér heyra, gefið að málefnið sé verðugt, flutt með málefnalegum hætti og vel rökstutt.
Það er í ræðustóli Alþingis sem vinna þingmanna er kjósendum hvað mest sýnileg.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Athugasemdir
Ég er sammála þér upp að vissu marki. Gaman væri að sjá fleiri konur nýta sér þessa aðferð til að koma sínum skoðunum og stefnumálum á framfæri. En það er hægt að halda stuttar og snarpar ræður sem koma öllu til skila sem þarf - mér finnst margar ræður á þinginu einkennast af endurtekningum sem skilja nákvæmlega ekkert eftir sig. Það er sannað að langar ræður eru helst til þess fallnar að svæfa mann sér í lagi ef ræðumaðurinn er ekki líflegur í ræðustól, ef röddinni er ekkert beitt eða viðkomandi liggur of hátt rómurinn eða muldrar. Ég get ekki sagt að ég hafi heyrt margar eftirminnilegar ræður í sumar - ekki má gleyma að sumir sem þarna eiga met eiga met í andmælum sem ég myndi ekki kalla ræðumennsku - Pétur blessaður Blöndal spurði til dæmis alla þingmenn sömu spurninguna varðandi ESB - en öll andsvörin eru tekin með í þessa stadistík og því að mínu áliti algerlega ómarktæk.
Birgitta Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 21:30
Vissulega skiptir innihaldið ræðna öllu máli. Þegar hið svokallað málþóf var og hét var best hægt að sjá hvað endalaust var hægt að koma í ræðustól og blaðra um allt og ekki neitt.
Engu að síður er býsna mikil gjá á milli þeirra sem kveða sér reglulega hljóðs og þeirra sem sitja og láta duga að hlusta og fylgjast með.
Maður spyr sig hvað þessir þöglu þingmenn sem þarna sitja svo prúðir og fínir eru að hugsa og hver séu þeirra viðhorf í hinum ýmsu málum. Gera má því skóna að þeir tjái sig um skoðanir sínar í sínum þingflokki þótt þeir séu ekki að upplýsa kjósendur neitt sérstakleg um þær fyrr en þeir þá neyðast til eins og þegar kemur að því að velja um að ýta á þann rauða eða græna.
Kolbrún Baldursdóttir, 29.8.2009 kl. 22:49
sammála:)
Birgitta Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 22:55
Sæl Kolbrún.
Mig skiptir meiru hvað sagt er og hvernig það er sagt en hversu langan tíma fólk tekur sér í að segja hlutina. Mér er hjartanlega sama hvort þingmenn eru karlar eða konur. Hérna á síðunni hefur t.d. tjá sig ágætis þingmaður sem ég hef tekið eftir en veit ekki hvort talar lengi.
Sigurður Þórðarson, 30.8.2009 kl. 10:53
Það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin
Sigurður Þ Þórðarson, 30.8.2009 kl. 11:46
Sammála því en ef magnið er 0 er varla spurt um gæði er það?
Kolbrún Baldursdóttir, 30.8.2009 kl. 11:52
Hárrétt, ef magnið er ekkert, þá eru gæðin engin.
Sigurður Þ Þórðarson, 30.8.2009 kl. 12:46