Uppeldi til ábyrgðar, ekkert nýtt en meira í umræðunni núna.

Uppeldi til ábyrgðar er ekki ný hugmyndafræði en virðist nú vera á hraðri leið upp vinsældarlistann bæði í orði og á borði.

Þessi hugmyndafræði rekur upphaf sitt til Diane nokkurar Gossen.

Í þrengingum þeim sem skullu á þjóðinni í aðdraganda og kjölfar hrunsins hefur mikið verið rætt um hugtakið ábyrgð, hverjir eru ábyrgir og hverjir munu eða munu ekki axla ábyrgð o.s.frv.

Guðbjartur Hannesson þingmaður og formaður fjárlaganefndar minnist á þessa hugmyndafræði í viðtali í Morgunblaðinu í dag en hann starfaði árum saman sem skólastjóri á Akranesi.

Þegar talað er um Uppeldi til ábyrgðar er í stuttu máli verið að tala um að kenna börnum sjálfstjórn, sjálfsaga og styrkja þau í að axla ábyrgð af eigin mistökum með það að markmiði að læra af þeim.

Uppeldi til ábyrgðar kennir:

  • Að bera ábyrgð á eigin mistökum, viðurkenna mistök
  • Að bera ábyrgð á eigin námi
  • Leiðir til að hafa stjórn á eigin hegðun
  • Hvernig þeir geta leiðrétt mistök og bætt fyrir þau
  • Aðferðir við lausn ágreiningsefna
  • Að sinna þörfum sínum af ábyrgð gagnvart sjálfum sér og öðrum
  • Forðast að kenna öðrum um, skoða ávallt sinn hlut í málinu
  • Að mynda tengsl við aðra
  • Að setja sér markmið og gera uppbyggingaráætlanir
  • Að rækta og efla sinn innri áhuga
  • Að vera maður sjálfur og sú/sá sem maður vill vera.
  •  

    Margir skólar hafa tekið inn þetta hugmyndafræði t.d. Brekkuskóli á Akureyri.


    Meira um þessa hugmyndafræði hér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Sæl,

Það var góður og lærdómsríkur fundur sem við í grasrót gegn einelti, áttum með Guðbjarti Hannessyni á nefndarsviði alþingis í gærdag 29. ág.
Við kynntum fyrir honum hugmyndina um Sérsveit gegn einelti, með það að markmiði að koma henni  á fjárlög 2010 og báðum hann að beita sér fyrir því að þessi sameiginlegi draumur okkar svo margra, verði að veruleika og brást hann vel við þeirri ósk.
Guðbjartur hefur áralanga reynslu af eineltismálum sem skólastjóri á Akranesi og kynnti fyrir okkur sínar hugmyndir og sagði okkur frá aðferðum sem reynst höfðu vel í hans skóla. 
Guðbjartur ætlar að kynna sér ýmsar hugmyndir og leiðir sem lagðar voru fram á fundinum.
Að fundi loknum, bauð hann upp á frekari umræður um málið á næstunni og viljum við færa honum bestu þakkir fyrir.

Fyrir hönd, Samstarfshóps um Vinnuvernd á Íslandi,

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir,

Nikulás Einarsson.

songholl@internet.is

Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Sæl, þetta er gott mál og Guðbjartur án efa vænsti maður og vill láta gott af sér leiða í þessum málum sem öðrum.

Þetta sem þú segir hér að ofan ber þó allt keim af umræðunni sem við áttum við Heilbrigðisráðuneytið í vor og stóra fundinn þar í kjölfarið sem lítið virðist hafa skilað sér í eitthvað áþreifanlegt.

Það á að ræða og ræða og skoða og skoða og kanna fleiri og enn fleiri leiðir osfrv.

Á meðan verður lítið um framkvæmdir. Það er leitt því sérsveitarhugmyndin í eineltismálum kostar í raun svo lítið og er skotheld. Ég held að málið sé líka að ef utanaðkomandi fagfólk á hugmyndina þá gengur það kannski ekki. Sumir valdhafar vilja að hugmyndin komi frá þeim eða þeirra ráðuneyti. Öðruvísi fær hún ekki framgang. En kannski er þetta bara bull í mér. Alla vega stóðst ekkert það sem um var talað í Heilbrigðisráðuneytinu, að það ætti að hitta okkur aftur... skoða þetta nánar....o.s.frv.

Kolbrún Baldursdóttir, 29.8.2009 kl. 17:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband