Mönnum sem beita maka sína ofbeldi stendur til bođa međferđarúrrćđiđ Karlar til ábyrgđar

naerverusalar95karlark.jpg

Heimilisofbeldi er eitt af ţeim vandamálum sem er hvađ mest faliđ. Ţess vegna er erfitt ađ gera sér grein fyrir algengi ţess.

Sá sem fyrir ţví verđur upplifir oft mikla skömm og finnst jafnvel sem sökin sé af einhverjum ástćđum sín. Gerendum finnst erfitt ađ taka ábyrgđ á ofbeldinu og telja oft ađ sökin sé raunverulega ţolandans fremur en ţeirra sjálfra. Ţeir upplifa líka skömm og finnst mörgum ţví erfitt ađ koma fram í dagsljósiđ ađ sjálfdáđum og leita sér hjálpar.

Í ţćttinum Í nćrveru sálar á ÍNN hefur áđur veriđ rćtt um heimilisofbeldi en á síđasta ári kom í viđtal í ţáttinn framkvćmdarstýra Kvennaathvarfsins. 

Gestir ţáttarins 19. október eru sálfrćđingarnir Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson en ţeir annast međferđarprógramm fyrir karla sem beita maka sína ofbeldi. Um er ađ rćđa sérúrrćđi fyrir karla en ţeir eru í meirihluta ţeirra sem beita maka sína ofbeldi og ţá sérstaklega sé um ađ rćđa líkamlegt ofbeldi. Konur hafa einnig veriđ uppvísar ađ ţví ađ beita maka sína ofbeldi en hvađ algengi varđar er ađ sama skapi erfitt ađ segja til um. Gera má ţví skóna ađ sé konan gerandi sé oftast um ađ rćđa andlegt ofbeldi. 

Eitt og annađ ţessu tengt verđur krufiđ s.s. mögulegar orsakir fyrir ţví ađ einstaklingur beitir ástvin sinn ofbeldi, áhrifin á fjölskylduna og afleiđingar til skemmri og lengri tíma fyrir međlimi fjölskyldunnar og fjölskylduna í heild.

Verkefniđ Karlar til ábyrgđar www.karlartilabyrgdar.is var sett á laggirnar fyrir tíu árum.  Sýnt hefur veriđ fram á ađ ţađ hafi skilađ árangri fyrir marga sem lokiđ hafa međferđinni takist ţeim á annađ borđ ađ horfast í augu viđ vandamáliđ og taka ábyrgđ á ákvarđatöku sinni og hegđun.

 

 



« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ eru margar konur sem ađ SĆKJA Í svona menn.

Ađ hver sé sinnar gćfu smiđur?

Konur ţiđ getiđ alltaf skiliđ viđ manninn ef ykkur skildi ofbjóđa.

Jón Ţórhallsson (IP-tala skráđ) 18.10.2009 kl. 17:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband