Fötluð gæludýr

mjallhvitur_og_afmaeli_022_942039.jpgÞað fylgir því mikil ábyrgð að eignast gæludýr. Flestir gæludýraeigendur mynda við þau djúp tengsl og komi eitthvað fyrir þau er harmur heimilisfólksins og ekki hvað síst barnanna oft mikill.

Einn mikilvægasti hluti uppeldis er að kenna börnum að vera góð við minnimáttar, þar á meðal dýr. Dýrin treysta á umönnunaraðila sína og öll þeirra tilvera er undir eigendunum komin.

Foreldarnir eru sterkar fyrirmyndir að þessu leyti. Dæmi eru um að börnum sem ekki hafa verð kennt að bera virðingu fyrir dýrum séu þeim vond. Einnig eru dæmi um að fullorðið fólk komi illa fram við gæludýrin sín og líti jafnvel á þau sem skammtíma afþreyingu eða gera sér ekki grein fyrir að dýrin hafa sínar þarfir og þeim þarf að sinna. Sem betur fer eru þetta undantekningar.

Gæludýr, eins og mannfólkið, eiga við sín vandamál að stríða. Þau veikjast, verða fyrir slysum og þarfnast þá sérstakrar aðhlynningar.

naerverusalarmjalllhv_kr110_942044.jpg

Í nærveru sálar hinn 14. desember kl. 21.30 kynnumst við honum Mjallhvíti en á hann vantar einn fót. Fótinn varð að fjarlægja í kjölfar slyss. Eigandi hans Anna Ingólfsdóttir og dýralæknirinn Hanna Arnórsdóttir sem gerði á honum aðgerðina upplýsa okkur um reynslu sína af Mjallhvít. Anna lýsir hvernig það var fyrir fjölskylduna þegar þeim var tjáð að taka þyrfti af honum fótinn. Hanna segir frá því hvernig það er að vera dýralæknir þegar fólk biður, af einhverjum ástæðum, um að láta svæfa dýrin sín.

 mjallhv_st10965_323301695175_108054675175_9778242_7570590_n.jpg

Mjallhvítur er frægur köttur því út er komin bók um hann. Hann lætur ekki fötlun sína stoppa sig og fer um eins og hver annar köttur enda fær hann orku sína aðallega  úr ullarsokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband